Actavis tekur hóstasaft af markaði vegna misnotkunar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 12:15 Myndasafn af Instagram eftir leitarorðinu #actavis. Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.' Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.'
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira