Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2013 13:20 Jón Þór vill kalla Hönnu Birnu, og ráðuneytisstjóra hennar, fyrir þingnefnd vegna þess sem þingmaður kallar alvarlegan leka. Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“ Lekamálið Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“
Lekamálið Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira