Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru 27. nóvember 2013 13:55 Styrkþegar við úthlutunina í dag Hulda Sif Ásmundsdóttir Úthlutunin úr Hönnunarsóði Auroru fór fram í dag þriðjudaginn 26. nóvember í húsnæði Hönnunarsjóðsins að Vonarstræti. Að þessu sinni bárust sjóðnum 70 umsóknir af öllum sviðum hönnunar. Sérstök áhersla er lögð á arkitektúr að þessu sinni, þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT sem Hönnunarsjóður Auroru hefur verið með í undirbúningi og kynnt var á viðburði á HönnunarMars í vor, fær sérstakan stuðning. HÆG BREYTILEG ÁTT er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar þar sem lögð verður áhersla á að fá fram hugmyndir sem varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, ódýrari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli í krafti hugmyndavettvangs, þar sem samvinna verður í fyrirrúmi. Samstarfaðilar Hönnunarsjóðs Auroru í þessu verkefni eru Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð. Aðrir veittir styrkir eru eftirfarandi:REYKJAVÍK EINS OG HÚN HEFÐI GETAÐ ORÐIÐ, bókverk (1 milljón) Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, fá framhaldsstyrk í rannsóknar- og hönnunarverkefni vegna undirbúnings að gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals margra helstu bygginga í Reykjavíkurborg.Verkefnið Í ÞÍNAR HENDUR - þrívíð sköpun og tækni (1.4 milljón)Verkefnið “Í ÞÍNAR HENDUR - þrívið sköpun og tækni” er lifandi þverfagleg vinnustofa listamanna, hönnuðu, tölvunarfræðinga og verkfræðinga þar sem könnuð verður sú bylting í framleiðsluferlinu sem þrívíð prenttækni kann að leiða til. Það er fyrirtækið StudioBility og Listhátíð í Reykjavík sem eru frumkvöðlar og ábyrgðaraðilar þessa verkefnis en aðrir samstarfsaðilar auk Hönnunarsjóðs Auroru eru Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík.Jör by Guðmundur Jörundsson (2 milljónir)Fyrirtækið Jör by Guðmundur Jörundsson fær styrk til vöruþróunar og prótótýpugerðar vegna haust og vetrarlínu fyrirtækisins 2014.Klara Arnaldsdóttir (500 þúsund)Klara Arnaldsdóttir lauk BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Klara fær styrk til til starfsnáms hjá fyrirtækinu karlssonwilker í New York þar sem hún verður undir handleiðslu grafisku hönnuðanna Hjalta Karlssonar og Jan Wilker. http://klaraarnalds.prosite.comGuðrún Harðardóttir (500 þúsund)Guðrún Harðardóttir lauk BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Guðrún fær styrk til starfsnáms hjá Statens Værksteder for Kunst í Kaupmannahöfn. Þetta er 11. úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru en sjóðurinn hóf starfsemi í byrjun árs 2009. HönnunarMars Menning Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Úthlutunin úr Hönnunarsóði Auroru fór fram í dag þriðjudaginn 26. nóvember í húsnæði Hönnunarsjóðsins að Vonarstræti. Að þessu sinni bárust sjóðnum 70 umsóknir af öllum sviðum hönnunar. Sérstök áhersla er lögð á arkitektúr að þessu sinni, þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT sem Hönnunarsjóður Auroru hefur verið með í undirbúningi og kynnt var á viðburði á HönnunarMars í vor, fær sérstakan stuðning. HÆG BREYTILEG ÁTT er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar þar sem lögð verður áhersla á að fá fram hugmyndir sem varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, ódýrari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli í krafti hugmyndavettvangs, þar sem samvinna verður í fyrirrúmi. Samstarfaðilar Hönnunarsjóðs Auroru í þessu verkefni eru Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð. Aðrir veittir styrkir eru eftirfarandi:REYKJAVÍK EINS OG HÚN HEFÐI GETAÐ ORÐIÐ, bókverk (1 milljón) Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, fá framhaldsstyrk í rannsóknar- og hönnunarverkefni vegna undirbúnings að gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals margra helstu bygginga í Reykjavíkurborg.Verkefnið Í ÞÍNAR HENDUR - þrívíð sköpun og tækni (1.4 milljón)Verkefnið “Í ÞÍNAR HENDUR - þrívið sköpun og tækni” er lifandi þverfagleg vinnustofa listamanna, hönnuðu, tölvunarfræðinga og verkfræðinga þar sem könnuð verður sú bylting í framleiðsluferlinu sem þrívíð prenttækni kann að leiða til. Það er fyrirtækið StudioBility og Listhátíð í Reykjavík sem eru frumkvöðlar og ábyrgðaraðilar þessa verkefnis en aðrir samstarfsaðilar auk Hönnunarsjóðs Auroru eru Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík.Jör by Guðmundur Jörundsson (2 milljónir)Fyrirtækið Jör by Guðmundur Jörundsson fær styrk til vöruþróunar og prótótýpugerðar vegna haust og vetrarlínu fyrirtækisins 2014.Klara Arnaldsdóttir (500 þúsund)Klara Arnaldsdóttir lauk BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Klara fær styrk til til starfsnáms hjá fyrirtækinu karlssonwilker í New York þar sem hún verður undir handleiðslu grafisku hönnuðanna Hjalta Karlssonar og Jan Wilker. http://klaraarnalds.prosite.comGuðrún Harðardóttir (500 þúsund)Guðrún Harðardóttir lauk BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Guðrún fær styrk til starfsnáms hjá Statens Værksteder for Kunst í Kaupmannahöfn. Þetta er 11. úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru en sjóðurinn hóf starfsemi í byrjun árs 2009.
HönnunarMars Menning Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira