Scarlett Johansson fær ekki tilnefningu til Golden Globe eftir allt saman 27. nóvember 2013 23:00 Spike Jonze, Scarlett Johansson og Joaquin Phoenix á kvikmyndahátíðinni í Róm fyrr í þessum mánuði. AFP/NordicPhotos Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kemur Scarlett Johanson ekki til með að hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Her í leikstjórn Spike Jonze, eins og áður hafði verið haldið. Kvikmyndin hefur verið sterklega orðuð við tilnefningar til Golden Globe og Óskarsverðlauna í mörgum flokkum, en frammistaða Scarlett Johansson þótti standa upp úr í myndinni, þar sem hún leikur á móti Joaquin Phoenix. Nú er hins vegar komið í ljós að hún mun ekki hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna vegna þess að hún birtist aldrei á skjánum í myndinni. Mynd Jonze fjallar um mann sem verður ástfanginn af hugbúnaðarkerfinu í tölvunni sinni, sem Johansson ljáir rödd sína, og hefur hlotið lof marga gagnrýnenda vestanhafs - margir hverjir hafa lýst frammistöðu hennar í myndinni sem framúrskarandi. Þá höfðu margir gagnrýnendur orð á því að það væri magnað hversu kynþokkafullri henni tækist að vera, með röddina eina að vopni. Þrátt fyrir að hljóta ekki tilnefningu til Golden Globe halda margir enn í vonina um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Johansson, sem er 29 ára gömul, var valin besta leikkonan fyrir hlutverkið á kvikmyndahátíðinni í Róm fyrr í þessum mánuði. Johansson hefur aldrei hlotið Óskarstilnefningu, en hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna, síðast fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Match Point, árið 2005. Hefði hún hlotið tilnefningu til Golden Globe fyrir hlutverkið í Her hefði hún orðið sú fyrsta í sögunni til að hljóta tilnefningu til verðlaunanna þrátt fyrir að birtast aldrei í mynd í kvikmyndinni sem um ræðir. Með fréttinni fylgir stikla úr kvikmyndinni Her. Golden Globes Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kemur Scarlett Johanson ekki til með að hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Her í leikstjórn Spike Jonze, eins og áður hafði verið haldið. Kvikmyndin hefur verið sterklega orðuð við tilnefningar til Golden Globe og Óskarsverðlauna í mörgum flokkum, en frammistaða Scarlett Johansson þótti standa upp úr í myndinni, þar sem hún leikur á móti Joaquin Phoenix. Nú er hins vegar komið í ljós að hún mun ekki hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna vegna þess að hún birtist aldrei á skjánum í myndinni. Mynd Jonze fjallar um mann sem verður ástfanginn af hugbúnaðarkerfinu í tölvunni sinni, sem Johansson ljáir rödd sína, og hefur hlotið lof marga gagnrýnenda vestanhafs - margir hverjir hafa lýst frammistöðu hennar í myndinni sem framúrskarandi. Þá höfðu margir gagnrýnendur orð á því að það væri magnað hversu kynþokkafullri henni tækist að vera, með röddina eina að vopni. Þrátt fyrir að hljóta ekki tilnefningu til Golden Globe halda margir enn í vonina um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Johansson, sem er 29 ára gömul, var valin besta leikkonan fyrir hlutverkið á kvikmyndahátíðinni í Róm fyrr í þessum mánuði. Johansson hefur aldrei hlotið Óskarstilnefningu, en hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna, síðast fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Match Point, árið 2005. Hefði hún hlotið tilnefningu til Golden Globe fyrir hlutverkið í Her hefði hún orðið sú fyrsta í sögunni til að hljóta tilnefningu til verðlaunanna þrátt fyrir að birtast aldrei í mynd í kvikmyndinni sem um ræðir. Með fréttinni fylgir stikla úr kvikmyndinni Her.
Golden Globes Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira