Fótbolti

Skipti um félag og missti vinnuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða Viking
Þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson skrifaði undir samning við Viking í norsku úrvalsdeildinni vissi knattspyrnukappinn að hann myndi missa vinnu sína á verkfræðistofu.

„Það var Sandnes Ulf sem útvegaði honum starfið. Þar sem hann yfirgefur félagið er eðlilegt að hann hætti hjá stofunni,“ segir Tore Christiansen, stuðningsmaður og yfirmaður á umræddri verkfræðistofu, við Aftenbladed.

Steinþór ákvað á dögunum að færa sig um set eftir fjögur ár hjá Sandnes Ulf. Viking varð fyrir valinu en Steinþór segist hafa vitað að hann myndi fyrir vikið missa vinnuna. Steinþór er verkfræðimenntaður og hafði starfað á verkfræðistofunni SFF meðfram knattspyrnuiðkun sinni.

„Ég reiknaði með því að halda vinnunni út árið. Það var nóg af verkefnum á minni könnu,“ segir Steinþór en bendir á að líklega hefði verið erfitt að spila fótbolta í einum bæ og vinna í öðrum þó fjarlægðin væri ekki gríðarlega mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×