Damon: Ást við fyrstu sín Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. nóvember 2013 21:22 Damon í leik með Keflavík árið 2003. Mynd/Sigurður Jökull „Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld. „Við leikum alltaf vel saman, náum vel saman. Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég kom hingað fyrst,“ sagði Damon sem skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík b. ÍG hóf leikinn á því að skora tíu fyrstu stig leiksins en þá tók Keflavík leikhlé og jafnaði leikinn á tveimur mínútum og tók frumkvæðið í leiknum sem liðið lét aldrei af hendi. Allir leikmenn vallarins skoruðu í leiknum en breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og nýtti liðið hana það vel að leikmenn liðsins virtust aldrei þreytast að neinu ráði þrátt fyrir að vera hættir að æfa körfubolta. Sigur Keflavíkur var öruggur eins og lokatölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 49-41. „Þetta er ást við fyrstu sín hér í Keflavík. Ég hef ekki spilað í þrjú, fjögur ár. Ég leik mér annað slagið með vinum en ég æfi ekkert. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur, fimm ár sem ég fer í búning og mér leið virkilega vel að fara í Keflavíkurbúninginn,“ sagði Damon sem lék á alls oddi og var greinilega ánægður í þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands í tíu ár. „Ég hef ekki komið hérna síðan við unnum titilinn 2003. Ég var átta ár á Spáni áður en ég fór heim aftur. „Það er mjög gaman að koma hingað aftur. Það er margt fólk sem man eftir mér og ég eignaðist marga góða vini hér. Stærsta ástæðan fyrir því að ég kom aftur var að hitta fólkið, borða lamb, drekka kók, appelsín og mix og rifja upp góðu árin í Keflavík,“ sagði Damon sem útilokar ekki að koma aftur þegar Keflavík á leik í átta liða úrslitunum í janúar. „Strákarnir eru strax byrjaðir að tala um að ég komi aftur í janúar en við verðum að sjá til,“ sagði Damon að lokum. Damon Johnson verður fertugur á næsta ári en hann er einn allra besti körfuboltamaður sem hefur spilað hér á landi. Hann varð þrívegis Íslandsmeistari með Keflavík, síðast árið 2003. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og á að baki leiki með íslenska A-landsliðinu. Eins og sjá má á tölfræði leiksins hér fyrir neðan spiluðu margar gamlar hetjur með Keflavíkurliðinu í kvöld.ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.Keflavík b: Damon Johnson 31/13 fráköst, Gunnar Einarsson 19/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Þór Jónsson 8, Albert Óskarsson 7/5 fráköst, Guðjón Skúlason 6, Elentínus Margeirsson 5/10 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4/4 fráköst, Sævar Sævarsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 2/6 fráköst, Einar Guðberg Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum