Formúla 1

Raikkonen á leið í aðgerð

Raikkonen sest ekki aftur upp í þennan bíl.
Raikkonen sest ekki aftur upp í þennan bíl.
Finninn Kimi Raikkonen hefur lokið keppni í ár. Hann mun ekki keyra fyrir Lotus í síðustu tveim keppnum ársins í Formúlu 1.

Hinn 34 ára gamli Raikkonen hefur ekki fengið útborgað allt árið en það er ekki ástæðan fyrir fjarverunni. Hann er slæmur í bakinu og þarf að fara í aðgerð.

Hann hefur þar með keppt í síðasta sinn fyrir Lotus því hann mun ganga í raðir Ferrari á nýjan leik fyrir næsta tímabil. Hann varð heimsmeistari á Ferrari-bíl árið 2007.

"Sérfræðingarnir mæla með aðgerð og mikilvægast af öllu núna er að hann fái bót meina sinna," sagði umboðsmaður Raikkonen.

Ökuþórinn mun leggjast undir hnífinn á fimmtudag en aðgerðin mun fara fram í Salzburg í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×