Sport

Skákeinvígi Anand og Carlsen í beinni útsendingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anand og Carlsen í upphafi skákar.
Anand og Carlsen í upphafi skákar. Mynd/EPA
Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og hinn 22 ára gamli Norðmaður, Magnus Carlsen, eigast nú við í fjórðu skák sinni um heimsmeistaratitilinn. Allt að tólf skákir verða tefldar í einvíginu.

Þremur fyrstu skákum kappanna lauk með jafntefli. Norðmenn fylgjast afar spenntir með gangi mála hvort sem þeir eru í vinnunni eða skólanum.

Skákeinvígið fer fram í borginni Chennai á Indlandi. Meðal þeirra sem mættir eru til að fylgjast með er fyrrverandi heimsmeistarinn Garry Kasparov.

„Áhugi fólks á einvíginu hefur komið mér í opna skjöldu og minnir á einvígi mín við Anatoly Karpov og Spassky og Fischer,“ segir Kasparov.

Kasparov hefur unnið með Carlsen og segir Norðmanninn hafa örlítið forskot á Anand sem er 43 ára.

„Ég get ekki falið stuðning minn við Carlsen. Ekki vegna samstarfs okkar heldur tel ég að skákin eigi að vera í höndum nýrrar kynslóðar. Carlsen er helmingi yngri en Vishy,“ sagði Rússinn fimmtugi.

Fylgjast má með skákeinvígi Anand og Carlsen á heimasíðu Alþjóðaskáksambandsins. Sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×