Viðskipti erlent

Snapchat hafnaði yfirtökutilboði frá Facebook

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Forstjóri Snapchat vill fá fleiri notendur til að hækka verðið á fyrirtækinu.
Forstjóri Snapchat vill fá fleiri notendur til að hækka verðið á fyrirtækinu.
Eigendur fyrirtækisins Snapchat höfnuðu nýlega að minnsta kosti þriggja milljarða dala tilboði frá samskiptasíðunni Facebook. Upphæðin jafngildir um 360 milljörðum króna.  Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal.

Fleiri fjárfestar munu vilja gera tilboð í fyrirtækið en Evan Spiegel, 23 ára forstjóri og annars stofnenda Snapchat vill líklegast ekki skoða nein tilboð fyrr en snemma á næsta ári.

Spiegel er sagður vonast til að notendum forritsins muni fjölga nægilega til að enn hærri tilboð berist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×