Ný leikin auglýsing Google á Indlandi hefur vakið mikla athygli og þykir bæði falleg og hjartnæm.
Í auglýsingunni segir gamall maður barnabarni sínu frá bernskubrekum sínum og gömlum vini sem hann hefur ekki séð áratugum saman. Í kjölfarið slær barnabarnið upplýsingar inn í leitarvél Google í von um að hafa uppi á félaganum.
Þetta fallega myndband má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en tæplega fjórar milljónir hafa horft á það síðan það var sett inn í síðustu viku.
Viðskipti erlent