Fótbolti

Hallbera hættir hjá Piteå

Hallbera Gísladóttir.
Hallbera Gísladóttir. Mynd/Arnþór
Íslenska landsliðskonan Hallbera Gísladóttir mun ekki spila áfram með sænska liðinu Piteå en hún ætlar ekki að endurnýja samning sinn við félagið.

Leif Strandh, íþróttastjóri Piteå IF, staðfestir við kuriren.nu að íslenski landsliðsbakvörðurinn sé að leita sér að nýju félagi.

„Hún tilkynnti okkur ákvörðun sína fyrir nokkrum vikum. Hún naut þess að spila með liðinu en er hinsvegar farin að hugsa um hvað taki við eftir fótboltann," sagði Leif Strandh við kuriren.nu.

Strandh veit ekki hvað Hallbera sé að fara að gera en hann spáir því að Hallbera sé á leiðinni heim til Íslands. Hún hafi hinsvegar verið í viðræðum við sænsk, norsk og íslensk lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×