Fótbolti

Skemmtilegar staðreyndir um landsliðið okkar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Skemmtilegar staðreyndir um landsliðið.
Skemmtilegar staðreyndir um landsliðið. Fréttablaðið/Vilhelm
Rapphljómsveitin Skytturnar, frá Akureyri, er í miklu uppáhaldi landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Skytturnar hafa spilað í afmælum Arons og hann hefur margoft séð sveitina spila á tónleikum. Sagan segir að Aron Einar hlusti á Skytturnar fyrir leiki.

Kærasta Arons Einars Gunnarsson auglýsir breskar perur í ljósabekki.

Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður er bróðursonur Gunnleifs Gunnleifssonar varamarkmanns. Birkir Már er sonur Sævar Gunnleifssonar sem er eldri bróðir Gunnleifs. Birkir er mikill Valsari og er með merki félagsins flúrað á líkama sinn.

Ragnar Sigurðsson, miðvörðurinn sterki, heitir „rassgatið“ á samskiptamiðlinum Instagram.

Hannes Þ. Halldórsson aðalmarkvörður leikstýrði þáttunum Atvinnumennirnir okkar og heimsótti meðal annars Eið Smára Guðjohnsen. Við tökur á þættinum um Eið kom í ljós að undirbúningur Hannesar, sem þá lék með Fram, var mun alvarlegri en undirbúningur Eiðs Smára fyrir leik gegn Real Madrid. Hannes slökkti þá á símanum sínum og tók göngutúr í Laugardalnum, á meðan Eiður var sallarólegur og eyddi deginum með þáttarstjórnanda og tökumönnum þáttarins.

Hallgrímur Jónasson bakvörður er frambærileg rjúpnaskytta.

Alfreð Finnbogason bjó á sínum yngri árum í Skotlandi. Þegar hann var í menntaskóla gerðist hann skiptinemi og bjó á Ítalíu í um það bil eitt ár.

Jóhann Berg Guðmundsson var efnilegur í tölvuleiknum Counter Strike á sínum yngri árum. Áhugi hans á leiknum gekk svo langt að hann tók þátt í Skjálfta, sem er einskonar Íslandsmót í leiknum. Jóhann Berg lék einnig handbolta sem hægri hornamaður með Breiðablik. Jóhann Berg var einnig gítarleikari í rokkhljómsveitinni

Miðvörðurinn Kári Árnason vann eitt sinn í leikskóla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×