Fótbolti

Sandra Sif skoraði fyrir Vålerenga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Sif Magnúsdóttir, lengst til vinstri og Fanndís Friðriksdóttir, lengst til hægri, voru báðar í sigurliði í lokaumferðinni.
Sandra Sif Magnúsdóttir, lengst til vinstri og Fanndís Friðriksdóttir, lengst til hægri, voru báðar í sigurliði í lokaumferðinni. Mynd/Daníel
Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrir Vålerenga í 2-1 sigri á Arna Björnar í lokaumferð norsku kvennadeildarinnar í fótbolta sem fór fram í dag. Íslendingaliðið Avaldsnes gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti nýkrýndum meistara í Stabæk.

Sandra Sif Magnúsdóttir var að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar hún kom Vålerenga í 1-0 á 24. mínútu leiksins. Vålerenga komst í 2-0 áður Arna Björnar minnkaði muninn í seinni hálfleik. Vålerenga endaði í 5. sæti deildarinnar.  

Guðbjörg Gunnarsdóttir var sú eina í byrjunarliði Avaldsnes í generalprufunni fyirr bikarúrslitaleikinn þegar Avaldsnes gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Noregsmeisturum Stabæk. Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir komu báðar inná sem varamann í seinni hálfleik. Avaldsnes endaði í 4. sæti deildarinnar.

Fanndís Friðriksdóttir og félagar í Kolbotn unnu 2-0 útisigur á Medkila. Fanndís spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Kolbotn endaði í 6. sæti deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×