Honda eykur hagnað um 46% Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2013 15:15 Honda Civic. Mjög góð sala Honda bíla í Bandaríkjunum hefur stóraukið hagnað fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins og nam hann 149 milljörðum króna. Honda er fimmti stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum og seldi 413.434 bíla aðeins á þessum 3 mánuðum, þ.e. frá júlí til september þar. Var sala Honda 13% meiri en árið á undan. Honda Civic seldist eins og heitar lummur, enda er sá bíll sá söluhæsti í flokki smærri bíla þar vestra. Honda Accord seldist einnig vel og jókst sala hans um 14% milli ára. Afslættir af Honda bílum voru 30% minni heldur en árið 2012 og á það einnig stóran hlut í auknum hagnaði. Honda gaf minnstan afslátt af bílum sínum, frá auglýstu verði, af öllum 6 söluhæstu bílafyrirtækjum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Honda ætlar að selja 6 milljón bíla árið 2017 og hefur fjárfest mikið til að það megi ganga eftir. Yrði það mikið stökk frá 4,01 milljón bíla sölu ársins 2012. Honda gengur einnig vel í heimalandi sínu Japan og var söluaukningin 40% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun japanska yensins hefur hjálpað Honda mikið eins og reyndar öllum japönsku framleiðendunum sem sjá nú bjarta tíma eftir erfið ár þar sem yenið steig í hæstu hæðir. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mjög góð sala Honda bíla í Bandaríkjunum hefur stóraukið hagnað fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins og nam hann 149 milljörðum króna. Honda er fimmti stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum og seldi 413.434 bíla aðeins á þessum 3 mánuðum, þ.e. frá júlí til september þar. Var sala Honda 13% meiri en árið á undan. Honda Civic seldist eins og heitar lummur, enda er sá bíll sá söluhæsti í flokki smærri bíla þar vestra. Honda Accord seldist einnig vel og jókst sala hans um 14% milli ára. Afslættir af Honda bílum voru 30% minni heldur en árið 2012 og á það einnig stóran hlut í auknum hagnaði. Honda gaf minnstan afslátt af bílum sínum, frá auglýstu verði, af öllum 6 söluhæstu bílafyrirtækjum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Honda ætlar að selja 6 milljón bíla árið 2017 og hefur fjárfest mikið til að það megi ganga eftir. Yrði það mikið stökk frá 4,01 milljón bíla sölu ársins 2012. Honda gengur einnig vel í heimalandi sínu Japan og var söluaukningin 40% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun japanska yensins hefur hjálpað Honda mikið eins og reyndar öllum japönsku framleiðendunum sem sjá nú bjarta tíma eftir erfið ár þar sem yenið steig í hæstu hæðir.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira