Fótbolti

Pellegrini: Þeir fengu það sem þeir áttu skilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, er ekki í nokkrum vafa að rússneska knattspyrnufélagið  CSKA Moskva hafi í raun fengið það sem það átti skilið er stuðningsmenn liðsins voru uppvísir af kynþáttafordómum í síðasta leik þeirra gegn City í Meistaradeild Evrópu.

Heimavöllur þeirra verður því ekki þéttsetinn í næsta Evrópuleik CSKA Moskva en félagið fékk ákveðið stúkubann eftir atvikið og því má aðeins sitja í hluta sætanna í næsta Evrópuleik.

Liðin mætast á ný í Meistaradeild Evrópu í Manchester í kvöld.

„Aðdáendur liðsins gerðu mikil mistök og eiga því að gjalda fyrir það,“ sagði Pellegrini á blaðamannafundi.

„Ég skil í raun ekki af hverju CSKA Moskva neitar þessum ásökunum, þetta var svo augljóst. UEFA fór strax í málið og gaf þeim þá refsingu sem félagið átti skilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×