Sport

Landsliðið í karate keppir á Heimsmeistaramóti unglinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Gunnlaugur Sigurðsson, Elías Snorrason, Jóhannes Gauti Óttarsson, Sindri Pétursson, Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Kristján Helgi Carrasco.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Gunnlaugur Sigurðsson, Elías Snorrason, Jóhannes Gauti Óttarsson, Sindri Pétursson, Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Kristján Helgi Carrasco.
Heimsmeistaramótið í karate U-21 árs er haldið í Guadalajara, Spáni, og hefst á morgun 7. nóvember og stendur til 10.nóvember.

Ísland sendir fimm keppendur til keppni bæði í kumite og í kata.

Keppt er bæði í Junior (16-17 ára) og U-21 árs flokki (18-21 árs).

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppendur á HM U-21 árs en áður hefur Ísland tekið þátt í Heimsmeistaramóti fullorðinna. 

Á morgun fimmtudag hefst keppni í U21 flokkum en á föstudaginn 8. nóvember hefst keppni í Junior flokkum.

Keppnishópur okkar er skipaður:

Sindri Pétursson -76kg Junior

Jóhannes Gauti Óttarsson -78kg U21

Kristján Helgi Carrasco -68kg U21

Elías Snorrason - Kata U21

Aðalheiður Rósa Harðardóttir – Kata U21










Fleiri fréttir

Sjá meira


×