Viðskipti erlent

Call of Duty: Ghosts mokseldist á fyrsta degi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tölvuleikjaspilarar um allan heim biðu í ofvæni eftir leiknum á mánudagskvöld.
Tölvuleikjaspilarar um allan heim biðu í ofvæni eftir leiknum á mánudagskvöld. mynd/getty
Nýjasti leikurinn í tölvuleikjaröðinni Call of Duty mokselst en hann fór í sölu í fyrrakvöld og ber nafnið Call of Duty: Ghosts. Eintök af leiknum seldust fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala, en það samsvarar rúmlega 121 milljarði íslenskra króna.

Inni í þeirri upphæð eru aðeins þeir leikir sem selst hafa í verslunum þannig að talan mun að öllum líkindum hækka töluvert.

Um er að ræða met, en fyrra met átti tölvuleikurinn Grand Theft Auto V, sem gefinn var út í september. Hann seldist fyrir um 800 milljónir dala á fyrsta degi, en það eru um 97 milljarðar króna.

Tölvuleikjaspilarar um allan heim stóðu í biðröðum fyrir framan verslanir þegar leikurinn fór í sölu á mánudagskvöld, meðal annars á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×