Fremsti íþróttamaður sögunnar leikur sinn síðasta leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2013 16:30 Mynd/Fésbókarsíða Tendulkar Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost. Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost.
Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira