Fremsti íþróttamaður sögunnar leikur sinn síðasta leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2013 16:30 Mynd/Fésbókarsíða Tendulkar Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost. Íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost.
Íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira