Viðskipti erlent

Skjóta GPS-kúlum í bíla ökumanna á flótta

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Um er að ræða eins konar byssukúlu sem inniheldur staðsetningarbúnað.
Um er að ræða eins konar byssukúlu sem inniheldur staðsetningarbúnað. mynd/getty
Starchase er nafn nýrrar tækni sem lögreglan í fjórum fylkjum Bandaríkjanna hefur tekið í notkun í von um að auka umferðaröryggi þegar lögreglan veitir grunuðum glæpamönnum eftirför.

Um er að ræða eins konar byssukúlu sem inniheldur staðsetningarbúnað, sem lögreglubílar geta skotið á bílinn fyrir framan þá. „Kúlan“ festist við bílinn og í framhaldi af því getur lögreglan fylgst með ferðum hinna grunuðu.

5 þúsund dali kostar að græja einn bíl með tækninni og kostar hver kúla 500 dali, en að sögn lögreglunnar hefur þessi nýja tækni þegar reynst vel. Meðal annars við að stöðva barnsrán og ölvunarakstur.

Starchase hefur verið tekið í notkun í Iowa, Flórída, Arizona og Colorado, og reynir framleiðandinn nú að koma græjunni í lögreglubíla í Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×