Fótbolti

Arteta: Þetta er erfiðasti riðillinn í Meistaradeildinni í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Ozil og Olivier Giroud svekktir eftir að Dortmund hafði skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum.
Mesut Ozil og Olivier Giroud svekktir eftir að Dortmund hafði skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Mynd/NordicPhotos/Getty
Mikel Arteta, fyrirliði Arsenal, var svekktur eftir 1-2 tap á móti Borussia Dortmund í toppslag F-riðilsins í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Dortmund skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok.

„Við gerðum það erfiða með því að ná að jafna fyrir hálfleik. Við stjórnuðum leiknum en leyfðum þeim að refsa okkur í skyndisóknum og það kostaði okkur stigin. Við gáfum þeim líka boltann fyrir framan teiginn okkar og þeir eru góðir í að sækja hratt," sagði Mikel Arteta við ITV-sjónvarpsstöðina.

„Við héldum þeim niðri stærsta hluta leiksins en þeir fengu þetta færi og skoruðu sigurmarkið. Þetta verður erfitt fyrir okkur. Við erum í erfiðasta riðlinum í Meistaradeildinni í ár en við getum vel komist áfram. Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik í kvöld. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og fengum á okkur sigurmark þegar við vorum betra liðið á vellinum," sagði Arteta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×