Fótbolti

Ragnar: Hef mætt stærri stjörnum en Drogba

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða í eldlínunni þegar FCK mætir tyrkneska liðinu Galatasary í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fer fram í Tyrklandi.

„Þetta verður skemmtilegur leikur og við eigum eftir að gefa allt í botn,“ sagði Ragnar Sigurðsson í samtali við sjónvarspstöð FCK.

Didier Drogba og Wesley Sneijder  leika báðir með Galatasary og er liðið með nokkuð sterkan hóp.

„Ég hef alveg mætt stærri stjörnum en þessir menn. Við erum einnig með stórar stjörnur í okkar liði.“

„Við eigum eftir að fara í gegnum nokkra þætti varðandi þeirra spil og tökum væntanlega langan videofund en við hræðustm þá ekkert."

Hér að ofan má sjá myndband af viðtalinu við Ragnar.





„Þetta verður erfiður leikur og áhorfendur verða eflaust vel með á nótunum. Það er alltaf erfitt að spila á útivelli undir við svona aðstæður en við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik og þá fer þetta vel," sagði Rúrik Gíslason í viðtali við sjónvarpsstöð FCK og það viðtal má sjá hér að neðan.

Heimavöllur Galatasary er oft kallaður helvíti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×