Fótbolti

Indriði skoraði en Viking tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslendingaliðið Viking tapaði 1-3 á heimavelli á móti Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en liðin eru að berjast um þriðja sæti deildarinnar við Haugesund og Molde. Viking er datt niður í 5. sætið eftir þetta tap.

Indriði Sigurðsson skoraði mark Viking þegar hann minnkaði muninn í 1-3 á 67. mínútu leiksins. Aalesund var 1-0 yfir í hálfleiks og skoraði síðan mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks.

Indriði var í byrjunarliðinu alveg eins og Jón Daði Böðvarsson sem spilaði út á hægri vængnum. Indriði lék að venju í miðri vörninni.

Mark Indriða kom af stuttu færi eftir hornspyrnu en hann var þá frekastur á boltann eftir frákast.

Þetta var þriðja deildarmark Indriða á tímabilinu en hann hafði skorað síðast í 2-2 jafntefli á móti Hönefoss í lok september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×