Sport

Sex gull á NM í skylmingum

Þorbjörg Ágústsdóttir.
Þorbjörg Ágústsdóttir.
Í dag hófst keppni á Norðurlandamótinu í skylmingum í Helsinki. Á fyrsta keppnisdegi var keppt í karla og kvennaflokki í undir 15 ára, U17 og fullorðinsflokki.

 

Í kvennaflokki sigraði Þorbjörg Ágústsdóttir hana Emmi Rydenfelt í úrslitaleiknum með yfirburðum 15:9. Í þriðja sæti höfnuðu Þórdís Ylfa Viðarsdóttir og Aldís Edda Ingvarsdóttir.

 

Í karlaflokki sýndu íslensku skylmingamennirnir mikla yfirburði með að taka fyrstu þrjú sætin.

Í úrslitum áttust við Hilmar Örn Jónsson og Gunnar Egill Ágústsson og endaði leikurinn með sigri Hilmars 15:7. Í þriðja sæti voru Guðjón Ragnar Brynjarsson og Mika Roman frá Finnlandi.

 

Í flokki U17 og undir 15 ára sigruðu Íslendingar bæði í karla og kvennaflokki.

U17 karlar

1. sæti Róbert Elís Villalobos

2. sæti Nikulás Yamamoto Barkarson

3. sæti Magni Snævar Jónsson

3. sæti Max Asplund

U17 Kvenna

1. sæti Anna Margrét Ólafsdóttir

2. sæti Magnea K. Jansdóttir

3. sæti Freyja Sif Stefnisdóttir

3. sæti Eydís Eiðsdóttir

U15 kvenna

1. sæti Freyja Sif Stefnisdóttir

2. sæti Anna Margrét Ólafsdóttir

3. sæti Magnea K. Jansdóttir

3. sæti Eydís Eiðsdóttir

U15 karla

1. sæti Róbert Elís Villalobos

2. sæti Ágúst Þór Hafsteinsson

3. sæti Atli Björn Sigurðsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×