Vettel heimsmeistari fjórða árið í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. október 2013 11:09 Vettel er langbestur í Formúla 1 MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Sebastian Vettel á Red Bull vann Indlandskappaksturinn nú í morgun og tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 kappakstrinum fjórða árið í röð. Aðeins liðsfélagi Vettel á Red Bull, Mark Webber, veitti Vettel einhverja keppni í kappakstrinum í morgun en gírkassinn bilaði hjá Webber þegar 16 hringir voru eftir og féll hann því úr leik og þar með gat ekkert ógnað sigri Þjóðverjans. Fernando Alonso átti einn möguleika á að ná Vettel að stigum fyrir kappaksturinn í Indlandi en Alonso hefði þurft að ná öðru af tveimur efstu sætunum til að eiga möguleika. Það varð ljóst strax í upphafi að það yrði erfitt því framvængur Alonso skemmdist í upphafi kappakstursins og endaði Alonso í 11. sæti að lokum. Nico Rosberg á Mercedes hafnaði í öðru sæti og Romain Grosjean á Lotus í þriðja sæti. Vettel er aðeins 26 ára gamall og er fyrsti ökumaðurinn til að vinna sína fyrstu fjóra titla á jafn mörgum árum. Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull vann Indlandskappaksturinn nú í morgun og tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 kappakstrinum fjórða árið í röð. Aðeins liðsfélagi Vettel á Red Bull, Mark Webber, veitti Vettel einhverja keppni í kappakstrinum í morgun en gírkassinn bilaði hjá Webber þegar 16 hringir voru eftir og féll hann því úr leik og þar með gat ekkert ógnað sigri Þjóðverjans. Fernando Alonso átti einn möguleika á að ná Vettel að stigum fyrir kappaksturinn í Indlandi en Alonso hefði þurft að ná öðru af tveimur efstu sætunum til að eiga möguleika. Það varð ljóst strax í upphafi að það yrði erfitt því framvængur Alonso skemmdist í upphafi kappakstursins og endaði Alonso í 11. sæti að lokum. Nico Rosberg á Mercedes hafnaði í öðru sæti og Romain Grosjean á Lotus í þriðja sæti. Vettel er aðeins 26 ára gamall og er fyrsti ökumaðurinn til að vinna sína fyrstu fjóra titla á jafn mörgum árum.
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira