Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Snæfell 57-80 | Auðvelt hjá Snæfelli Guðmundur Marinó Ingvarsson í DHL-höllinni skrifar 27. október 2013 13:09 mynd/valli Snæfell vann öruggan sigur á Kanalausum KR stelpum í Dominos deild kvenna í kvöld 80-57. Leikurinn var í raun aldrei spennandi en 23 stigum munaði í hálfleik 46-23. Það varð ljóst mjög snemma í hvað stefndi. KR þurfti að hafa mjög mikið fyrir sínum körfum á meðan Snæfell skoraði tíu stig í röð eftir að KR skoraði fyrstu körfu leiksins. Snæfell hafði ekkert fyrir því að byggja upp forskot sem var tíu stig að loknum fyrsta leikhluta 24-14. Ekki jókst spennan í öðrum leikhluta. Enn gat Snæfell skorað fyrirhafnarlítið og sú litla barátta sem KR hafði sýnt í fyrsta leikhluta hvarf út í veður og vind. Það var helmingsmunur á liðunum þegar flautað var til hálfleiks 46-23. KR lét Bandaríkjamanninn Kelli Thompson fara eftir síðasta leik og er ljóst að liðið fer ekki langt í vetur nema það verði sér út um annan og þá öflugan erlendan leikmann. Liðið virtist hafa litla trú á verkefninu og hvarf sjálfstraustið fljótt ef þá nokkuð hafi verið þegar liðið kom inn í leikinn. Snæfell leit að sama skapi virkilega vel út. Sóknarleikur liðsins var góður og vörnin mjög öflug. Erfitt er þó að dæma liðið af þessum leik þar sem mótspyrnan var lítil sem engin. Seinni hálfleikur var aðeins formsatriði því úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik. Snæfell lék þó af sama ákafa í upphafi hálfleiksins og var 33 stigi yfir fyrir fjórða leikhluta 68-35. Það tók Snæfell tæpar fimm mínútur að komast á blað í fjórða leikhluta en það kom ekki að sök því liðið vann leikinn með 23 stigum 80-57.Úrslit:KR-Snæfell 57-80 (14-24, 9-22, 12-22, 22-12)KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/5 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6, Anna María Ævarsdóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 5, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Salvör Ísberg 0, Rannveig Ólafsdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/3 varin skot, Chynna Unique Brown 14/4 fráköst/7 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/6 fráköst, Edda Bára Árnadóttir 2, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2, Silja Katrín Davíðsdóttir 0. Ingi Þór: Megum ekki gleyma okkur í auðveldum sigri„Við vorum mjög grimmar og einbeittar. Við fundum öll svör og hittum mjög vel. Við áttum skínandi dag,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með dömurnar í dag. Hildur fór fyrir liðinu í stigaskorun en allar voru að búa til. Kaninn er með lágt stigaskor en hátt framlag. Gróa var ekki með mörg stig en hátt framlag. Það voru allar að búa til og þetta var að koma úr öllum áttum. Maður getur ekki verið annað en ánægður með það,“ sagði Ingi Þór sem var ekki síður ánægður með hvernig Snæfell kom inn í seinni hálfleikinn verandi 23 stigum yfir. „Það eru 20 mínútur eftir og það má ekkert slaka á. 20 stig er ekki mikið í körfubolta. Þau eru fljót að fara ef maður slakar á og ég er ánægður með að við höfum sýnt einbeitingu og við vorum í algjörri yfirburða stöðu eftir þrjá leikhluta. „Það fengu allir fín tækifæri og margar hverjar nýttu tækifærið mjög vel. Við eigum Hauka næst og við vitum að það verður erfiðara og því er mikilvægt að gleyma sér ekki um of í auðveldum sigri. Við þurfum að vita hvað við vorum að gera vel og gera það líka á miðvikudaginn,“ sagði Ingi Þór. Yngvi: Vorum áhorfendur í fyrri hálfleik.„Fyrri hálfleikur varð þess valdandi að við áttum aldrei séns. Við bárum allt of mikla virðingu fyrir Snæfellsliðinu. Þær fengu að labba í gengum vörnina hjá okkur og við klukkuðum þær varla þegar þær fóru framhjá okkur. Við vorum seinar til baka og það verður að segjast eins og er, við vorum áhorfendur í fyrri hálfleik,“ sagði Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari KR. „Frá miðbiki þriðja leikuhluta og þangað til leikurinn kláraðist þá fannst mér meiri barátta í okkur en það var orðið allt of seint og allt of mikill munur. „Ég vil meina að hjartað í liðinu sé meira en svo að þó það vanti Kani. Þetta er bara spurning um að við vorum langt frá okkar besta og við verðum bara að kyngja því. Það er ekki gott að eiga þannig leik núna því við eigum Keflavík á miðvikudaginn en við verðum að berja okkur saman. Snæfell spilaði vel,“ sagði Yngvi sem segir að það sé von á nýjum erlendum leikmanni. „Það er alltaf von á slíkum þegar einn fer. Við töldum okkur geta gert betur Kana lausar en við eigum bara eftir að verða betri. Við fáum Helgu núna inn og með Kana þá kemur kannski meiri sjálfstraust. „Við þurftum að skipta. Þetta er ekki bara frammistaða á vellinum. Ég er ekki að segja að hún hafi verið að keyra full eða eitthvað svoleiðis. Þetta helst allt í hendur. Útlendingurinn þarf að gefa af sér. Þetta er áhugamennska og við ætlumst til mikils af atvinnumanninum. „Það er aldrei neitt í hendi en við erum langt komin með þau mál en ég geri ekki ráð fyrir Kana fyrir Keflavíkurleikinn en það er aldrei að vita nema hún verði komin fyrir Grindavíkurleikinn,“ sagði Yngvi. Leik lokið (57-80): Öruggur sigur Snæfells37. mínúta (52-73): Munurinn "aðeins" 21 stig.35. mínúta (42-68): Fyrsta stig Snæfells í fjórða leikhluta skorar Brown, hitt vítið vildi ekki niður.34. mínúta (41-68): Snæfell hefur ekki enn skorað í fjórða leikhluta.32. mínúta (40-68): KR skorar fimm fyrstu stigin og Ingi Þór bregst við með því að setja þrjá byrjunarliðs leikmenn aftur inn á.Þriðja leikhluta lokið (35-68): Það munar 33 stigi fyrir síðasta leikhlutann.29. mínúta (32-66): Nöfnurnar Hildur Sigurðardóttir og Kjartansdóttir hafa skorað 17 stig hvor fyrir Snæfell. Sigrún Sjöfn 15 fyrir KR.27. mínúta (30-63): Þó spennan sé engin eru mikið um lagleg tilþrif, fæst þeirra gleðja þó heimamenn.25. mínúta (28-59): Sigrún Sjöfn komin í 13 stig, henni er vorkun því hún er algjör yfirburða maður í þessu KR liði.24. mínúta (25-57): Það verður að hrósa leikmönnum Snæfells fyrir að hægja ekki á sér og slaka á. Liðið heldur áfram að keyra og ætlar greinilega að gera út um leikinn sem allra fyrst, þó liðið sé í raun búið að því.22. mínúta (25-54): Þessi leikur er veisla fyrir Snæfell og martröð fyrir KR.Hálfleikur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur leikið lang best í liði KR. Hún hefur skorað 10 stig, tekið 4 fráköst og gefið 3 stoðsendingar.Hálfleikur: Hildur Sigurðardóttir hefur skorað 14 stig fyrir Snæfell, tekið 4 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Hildur Kjartansdóttir hefur skorað 12 stig og Shynna Brown 8.Hálfleikur (23-46): Miklir yfirburðir Snæfells og ljóst að KR er ekki með samkeppnishæft lið án erlends leikmanns. Liðið virðist enga trú hafa á verkefninu á meðan Snæfell spilar góða vörn og sóknarleikurinn virkar vel smurður.19. mínúta (23-46): Enn skorar Snæfell fjögur stig gegn hverjum tveimur hjá KR.17. mínúta (21-42): Helmings munur á liðunum, það er ekki gott eftir 17 mínútna leik.16. mínúta (19-37): Það þarf rosalega mikið að breytast til að þessi leikur verði spennandi.14. mínúta (19-35): Rebekka Rán Karlsdóttir með þrist af löngu færi.13. mínúta (17-30): Enn eykst forskot Snæfells.12. mínúta (16-26): Jafnvægi hér í upphafi annars leikhluta.1. leikhluta lokið (14-24): Snæfell hefur lítið sem ekkert fyrir sínum sóknarleik á meðan KR þarf að hafa mikið fyrir sínum körfum. Hildur Kjartansdóttir og Hildur Sigurðardóttir hafa skorað 8 stig hvort fyrir Snæfell og Sigrún Sjöfn 7 stig fyrir KR.9. mínúta (12-22): Tíu stiga munur en síðustu sóknir KR hafa litið betur út.8. mínúta (10-18): Sigrún Sjöfn með sinn annan þrist.7. mínúta (7-18): Leikurinn einkennist af stuttum sóknum Snæfells og löngum sóknum KR, það segir sitt um gang mála.6. mínúta (6-14): Snæfell á ekki í miklum vandræðum í sínum sóknarleik, fær opin skot í hverri sókn en KR á í miklum vandræðum en bætir það upp með mikilli baráttu og sóknarfráköstum í síðustu sóknum.4. mínúta (6-12): KR á í miklum vandræðum með að sjá körfuna.3. mínúta (3-10): 10-0 sprettur hjá Snæfelli. KR á í miklum vandræðum.2. mínúta (3-4): Snæfell er ekki lengi að svara.1. mínúta (3-0): Anna María Ævarsdóttir með fyrstu körfuna og hún er af löngu færi.Fyrir leik: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir mætir KR í fyrsta sinn eftir að hafa gengið til liðs við Snæfell í sumar.Fyrir leik: Kelli Thompson hefur verið látin fara frá KR sem leikur því án erlends leikmanns í kvöld.Fyrir leik: Hjá Snæfelli hefur Chynna Unique Brown skorað mest, 23,3 stig og tekið flest fráköst, 11,5. Hildur Sigurðardóttir hefur gefið 7,7 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: Kelli Thompson hefur skorað mest fyrir KR á tímabilinu, 19,8 stig að jafnaði en þau stig verða ekki fleiri. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur tekið 12 fráköst í leik og Björg Guðrún Einarsdóttir gefið 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Snæfell skellti Njarðvík í síðustu umferð 17 stiga mun á heimavelli sínum.Fyrir leik: KR tapaði fyrir Haukum í síðustu umferð með tveggja stiga mun í hörku leik.Fyrir leik: Snæfell hefur farið tímabilið vel af stað og unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.Fyrir leik: Heimastúlkur í KR hafa aðeins unnið einn af fjórum fyrstu leikjum sínum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Snæfells lýst.mynd/vallimynd/valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Snæfell vann öruggan sigur á Kanalausum KR stelpum í Dominos deild kvenna í kvöld 80-57. Leikurinn var í raun aldrei spennandi en 23 stigum munaði í hálfleik 46-23. Það varð ljóst mjög snemma í hvað stefndi. KR þurfti að hafa mjög mikið fyrir sínum körfum á meðan Snæfell skoraði tíu stig í röð eftir að KR skoraði fyrstu körfu leiksins. Snæfell hafði ekkert fyrir því að byggja upp forskot sem var tíu stig að loknum fyrsta leikhluta 24-14. Ekki jókst spennan í öðrum leikhluta. Enn gat Snæfell skorað fyrirhafnarlítið og sú litla barátta sem KR hafði sýnt í fyrsta leikhluta hvarf út í veður og vind. Það var helmingsmunur á liðunum þegar flautað var til hálfleiks 46-23. KR lét Bandaríkjamanninn Kelli Thompson fara eftir síðasta leik og er ljóst að liðið fer ekki langt í vetur nema það verði sér út um annan og þá öflugan erlendan leikmann. Liðið virtist hafa litla trú á verkefninu og hvarf sjálfstraustið fljótt ef þá nokkuð hafi verið þegar liðið kom inn í leikinn. Snæfell leit að sama skapi virkilega vel út. Sóknarleikur liðsins var góður og vörnin mjög öflug. Erfitt er þó að dæma liðið af þessum leik þar sem mótspyrnan var lítil sem engin. Seinni hálfleikur var aðeins formsatriði því úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik. Snæfell lék þó af sama ákafa í upphafi hálfleiksins og var 33 stigi yfir fyrir fjórða leikhluta 68-35. Það tók Snæfell tæpar fimm mínútur að komast á blað í fjórða leikhluta en það kom ekki að sök því liðið vann leikinn með 23 stigum 80-57.Úrslit:KR-Snæfell 57-80 (14-24, 9-22, 12-22, 22-12)KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/5 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6, Anna María Ævarsdóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 5, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Salvör Ísberg 0, Rannveig Ólafsdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/3 varin skot, Chynna Unique Brown 14/4 fráköst/7 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/6 fráköst, Edda Bára Árnadóttir 2, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2, Silja Katrín Davíðsdóttir 0. Ingi Þór: Megum ekki gleyma okkur í auðveldum sigri„Við vorum mjög grimmar og einbeittar. Við fundum öll svör og hittum mjög vel. Við áttum skínandi dag,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með dömurnar í dag. Hildur fór fyrir liðinu í stigaskorun en allar voru að búa til. Kaninn er með lágt stigaskor en hátt framlag. Gróa var ekki með mörg stig en hátt framlag. Það voru allar að búa til og þetta var að koma úr öllum áttum. Maður getur ekki verið annað en ánægður með það,“ sagði Ingi Þór sem var ekki síður ánægður með hvernig Snæfell kom inn í seinni hálfleikinn verandi 23 stigum yfir. „Það eru 20 mínútur eftir og það má ekkert slaka á. 20 stig er ekki mikið í körfubolta. Þau eru fljót að fara ef maður slakar á og ég er ánægður með að við höfum sýnt einbeitingu og við vorum í algjörri yfirburða stöðu eftir þrjá leikhluta. „Það fengu allir fín tækifæri og margar hverjar nýttu tækifærið mjög vel. Við eigum Hauka næst og við vitum að það verður erfiðara og því er mikilvægt að gleyma sér ekki um of í auðveldum sigri. Við þurfum að vita hvað við vorum að gera vel og gera það líka á miðvikudaginn,“ sagði Ingi Þór. Yngvi: Vorum áhorfendur í fyrri hálfleik.„Fyrri hálfleikur varð þess valdandi að við áttum aldrei séns. Við bárum allt of mikla virðingu fyrir Snæfellsliðinu. Þær fengu að labba í gengum vörnina hjá okkur og við klukkuðum þær varla þegar þær fóru framhjá okkur. Við vorum seinar til baka og það verður að segjast eins og er, við vorum áhorfendur í fyrri hálfleik,“ sagði Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari KR. „Frá miðbiki þriðja leikuhluta og þangað til leikurinn kláraðist þá fannst mér meiri barátta í okkur en það var orðið allt of seint og allt of mikill munur. „Ég vil meina að hjartað í liðinu sé meira en svo að þó það vanti Kani. Þetta er bara spurning um að við vorum langt frá okkar besta og við verðum bara að kyngja því. Það er ekki gott að eiga þannig leik núna því við eigum Keflavík á miðvikudaginn en við verðum að berja okkur saman. Snæfell spilaði vel,“ sagði Yngvi sem segir að það sé von á nýjum erlendum leikmanni. „Það er alltaf von á slíkum þegar einn fer. Við töldum okkur geta gert betur Kana lausar en við eigum bara eftir að verða betri. Við fáum Helgu núna inn og með Kana þá kemur kannski meiri sjálfstraust. „Við þurftum að skipta. Þetta er ekki bara frammistaða á vellinum. Ég er ekki að segja að hún hafi verið að keyra full eða eitthvað svoleiðis. Þetta helst allt í hendur. Útlendingurinn þarf að gefa af sér. Þetta er áhugamennska og við ætlumst til mikils af atvinnumanninum. „Það er aldrei neitt í hendi en við erum langt komin með þau mál en ég geri ekki ráð fyrir Kana fyrir Keflavíkurleikinn en það er aldrei að vita nema hún verði komin fyrir Grindavíkurleikinn,“ sagði Yngvi. Leik lokið (57-80): Öruggur sigur Snæfells37. mínúta (52-73): Munurinn "aðeins" 21 stig.35. mínúta (42-68): Fyrsta stig Snæfells í fjórða leikhluta skorar Brown, hitt vítið vildi ekki niður.34. mínúta (41-68): Snæfell hefur ekki enn skorað í fjórða leikhluta.32. mínúta (40-68): KR skorar fimm fyrstu stigin og Ingi Þór bregst við með því að setja þrjá byrjunarliðs leikmenn aftur inn á.Þriðja leikhluta lokið (35-68): Það munar 33 stigi fyrir síðasta leikhlutann.29. mínúta (32-66): Nöfnurnar Hildur Sigurðardóttir og Kjartansdóttir hafa skorað 17 stig hvor fyrir Snæfell. Sigrún Sjöfn 15 fyrir KR.27. mínúta (30-63): Þó spennan sé engin eru mikið um lagleg tilþrif, fæst þeirra gleðja þó heimamenn.25. mínúta (28-59): Sigrún Sjöfn komin í 13 stig, henni er vorkun því hún er algjör yfirburða maður í þessu KR liði.24. mínúta (25-57): Það verður að hrósa leikmönnum Snæfells fyrir að hægja ekki á sér og slaka á. Liðið heldur áfram að keyra og ætlar greinilega að gera út um leikinn sem allra fyrst, þó liðið sé í raun búið að því.22. mínúta (25-54): Þessi leikur er veisla fyrir Snæfell og martröð fyrir KR.Hálfleikur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur leikið lang best í liði KR. Hún hefur skorað 10 stig, tekið 4 fráköst og gefið 3 stoðsendingar.Hálfleikur: Hildur Sigurðardóttir hefur skorað 14 stig fyrir Snæfell, tekið 4 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Hildur Kjartansdóttir hefur skorað 12 stig og Shynna Brown 8.Hálfleikur (23-46): Miklir yfirburðir Snæfells og ljóst að KR er ekki með samkeppnishæft lið án erlends leikmanns. Liðið virðist enga trú hafa á verkefninu á meðan Snæfell spilar góða vörn og sóknarleikurinn virkar vel smurður.19. mínúta (23-46): Enn skorar Snæfell fjögur stig gegn hverjum tveimur hjá KR.17. mínúta (21-42): Helmings munur á liðunum, það er ekki gott eftir 17 mínútna leik.16. mínúta (19-37): Það þarf rosalega mikið að breytast til að þessi leikur verði spennandi.14. mínúta (19-35): Rebekka Rán Karlsdóttir með þrist af löngu færi.13. mínúta (17-30): Enn eykst forskot Snæfells.12. mínúta (16-26): Jafnvægi hér í upphafi annars leikhluta.1. leikhluta lokið (14-24): Snæfell hefur lítið sem ekkert fyrir sínum sóknarleik á meðan KR þarf að hafa mikið fyrir sínum körfum. Hildur Kjartansdóttir og Hildur Sigurðardóttir hafa skorað 8 stig hvort fyrir Snæfell og Sigrún Sjöfn 7 stig fyrir KR.9. mínúta (12-22): Tíu stiga munur en síðustu sóknir KR hafa litið betur út.8. mínúta (10-18): Sigrún Sjöfn með sinn annan þrist.7. mínúta (7-18): Leikurinn einkennist af stuttum sóknum Snæfells og löngum sóknum KR, það segir sitt um gang mála.6. mínúta (6-14): Snæfell á ekki í miklum vandræðum í sínum sóknarleik, fær opin skot í hverri sókn en KR á í miklum vandræðum en bætir það upp með mikilli baráttu og sóknarfráköstum í síðustu sóknum.4. mínúta (6-12): KR á í miklum vandræðum með að sjá körfuna.3. mínúta (3-10): 10-0 sprettur hjá Snæfelli. KR á í miklum vandræðum.2. mínúta (3-4): Snæfell er ekki lengi að svara.1. mínúta (3-0): Anna María Ævarsdóttir með fyrstu körfuna og hún er af löngu færi.Fyrir leik: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir mætir KR í fyrsta sinn eftir að hafa gengið til liðs við Snæfell í sumar.Fyrir leik: Kelli Thompson hefur verið látin fara frá KR sem leikur því án erlends leikmanns í kvöld.Fyrir leik: Hjá Snæfelli hefur Chynna Unique Brown skorað mest, 23,3 stig og tekið flest fráköst, 11,5. Hildur Sigurðardóttir hefur gefið 7,7 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: Kelli Thompson hefur skorað mest fyrir KR á tímabilinu, 19,8 stig að jafnaði en þau stig verða ekki fleiri. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur tekið 12 fráköst í leik og Björg Guðrún Einarsdóttir gefið 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Snæfell skellti Njarðvík í síðustu umferð 17 stiga mun á heimavelli sínum.Fyrir leik: KR tapaði fyrir Haukum í síðustu umferð með tveggja stiga mun í hörku leik.Fyrir leik: Snæfell hefur farið tímabilið vel af stað og unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.Fyrir leik: Heimastúlkur í KR hafa aðeins unnið einn af fjórum fyrstu leikjum sínum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Snæfells lýst.mynd/vallimynd/valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum