Kári Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir höfðu sigur í einliðaleik á fimmta móti Dominos-mótaraðarinnar í badminton sem TBR hélt um helgina.
Kári flaug til Íslands frá Danmörku þar sem hann er búsettur. Hann lagði Atla Jóhannesson, félaga sinn úr TBR, í tveimur lotum 21-9 og 21-17. Þeir Atli unnu svo sigur í tvíliðaleik.
Margrét lagði Sigríði Árnadóttur, félaga úr TBR, 21-6 og 21-18. Elín Þór Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir úr TBR unnu sigur í tvíliðaleik og þau Atli Jóhannesson og Jóhanna Jóhannsdóttir unnu tvenndarleikinn.
Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ verður Meistaramót BH 8.-10. nóvember. Úrslit í öðrum flokkum má finna hér.
Flaug frá Danmörku og vann sigur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn