Danir eignast borskip sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2013 10:59 Hvert skip kostar um 80 milljarða króna. Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag. Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag.
Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira