Hagnaður Coca-Cola jókst á þriðja ársfjórðungi í kjölfar söluaukningar í Norður-Ameríku og Evrópu. Hagnaður fyrirtækisins var 2,45 milljónir dala á tímabilinu og er um að ræða 5,9 prósenta aukningu frá því í fyrra.
Muhtar Kent, forstjóri Coca-Cola, segist eiga von á því að tekjur fyrirtækisins nái 200 milljörðum dala fyrir árið 2020, en það yrði tvöföldun tekna á aðeins áratug.
Hagnaður Coca-Cola jókst á þriðja ársfjórðungi
