Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 85-86 | Meistararnir höfðu betur gegn meistaraefnunum 16. október 2013 11:47 myndir / daníel Íslandsmeistarar Keflavíkur eru enn ósigraðar í Dominos deild kvenna í körfubolta eftir eins stigs sigur á meistaraefnunum í Val 86-85 í Vodafone höllinni. Valur var tveimur stigum yfir í hálfeik 40-38. Keflavík skoraði sigurkörfuna þegar tvær og hálf sekúnda var eftir af leiknum. Bryndís Guðmundsdóttir hirti þá sóknarfrákast og skoraði sigurkörfuna en Valur hafði haft mun betur í baráttunni undir körfunni í leiknum og tók 45 fráköst gegn 33. Valur hafði komist yfir þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum en þrátt fyrir að taka leikhlé fyrir síðust sóknina náði Valur ekki að koma boltanum í leik öðruvísi en að senda boltann beint í hendurnar á Keflvíking sem þakkaði pent fyrir sig og leiktíminn rann út. Kristrún Sigurjónsdóttir var ekki með Val og virtust leikmenn liðsins ekki hafa nokkra trú á því að þær gætu unnið Keflavík án hennar miðað við leik liðsins í upphafi leiks þó einnig hafi vantað lykilmenn í lið Keflavíkur. Valur komst í 4-2 en þá skoraði Keflavík sextán stig í röð. Valsstelpur voru gjörsamlega andlausar. Ágúst Björgvinsson þurfti tvö leikhlé til að kveikja í sínu liði og liðið náði að minnka muninn í átta stig fyrir lok fyrsta leikhluta, 20-12. Allt annað var að sjá til beggja liða í öðrum leikhluta. Þá var barátta og dugnaður Vals til fyrirmyndar á saman tíma og Keflavík tók lífinu með ró, eins og liðið teldi að hlutirnir kæmu að sjálfu sér eftir góða byrjun. Valur komst tíu stigum yfir 37-27 en þá rankaði Keflavík við sér sem skoraði ellefu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í tvö stig fyrir hálfleik, 40-38. Það voru ekki sömu öfgar í sveiflunum í þriðja leikhluta en leikurinn einkenndist enn af góðum sprettum liðanna. Valur komst mest sjö stigum yfir 46-39 en Keflavík svaraði af bragði og var fimm stigum yfir 60-55 þegar mínúta var til loka þriðja leikhluta. Engu að síður var tími fyrir Val til að minnka muninn í eitt stig áður en fjórði leikhluti hófst. Spennan í fjórða leikhluta var margþrungin og skiptust liðin á að leiða. Valur byrjaði betur og komst sex stigum yfir en Keflavík svaraði og var iðulega á undan þar til rúm mínúta var eftir og Valur komst einu stigi yfir, 83-82. Upp frá því skiptust liðin á að skora þar til Keflavík skoraði síðustu körfuna og tryggði sér sigurinn tveimur og hálfri sekúndu fyrir leikslok. Leikurinn var frábærlega leikinn og fengu áhorfendur mikið fyrir peninginn. Lovísa Falsdóttir stal senunni hjá Keflavík með því að setja niður sex þriggja stiga skot og skora 18 stig. Porsche Landry fór einnig mikinn en hún skoraði 25 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15 stig og tók 12 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði einnig 15 stig. Jaleesa Butler og Unnur Lára Ásgeirsdóttir fóru á kostum hjá Val. Butler skoraði 27 stig og tók 17 fráköst og Unnur Lára skoraði 26 stig til viðbótar við 7 fráköst. Lovísa: Getum þakkað spánni að við séum ósigraðar„Ég hljóp og ætlaði að ná frákastinu, ekki segja skýrslunni það,“ sagði Lovísa Falsdóttir leikmaður Keflavíkur um eina þristinn af sex sem hún setti niður sem fór af spjaldinu án þess að hún hafi kallað spjaldið. „Þessi spá er rugl. Ég held að það sé öllum þeim sem spáðu þessu að þakka að við séum ósigraðar, takk fyrir að spá okkur fimmta sæti,“ sagði brosandi Lovísa en Val var spáð efsta sæti á meðan Keflavík var spáð fimmta sæti. „Við erum með breiðan bekk og allir geta komið inn og skilað sínu. Ef við fáum Birnu (Valgarðsdóttur) inn fljótlega þá sé ég það alveg gerast. Við erum að spila mjög vel saman,“ sagði Lovísa um möguleika Keflavíkur á að byrja leiktíðina í ár eins vel og þá síðustu þegar liðið vann sextán fyrstu leiki sína. Ágúst: Einu frákasti frá sigri„Við sýndum karakter að komast inn í leikinn eftir að lenda 18-4 undir. Við komumst tíu stigum yfir á frekar stuttum tíma. Við spilum ekki alveg nógu vel úr þeim kafla,“ sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals í kvöld. „Þetta var hörku barátta í seinni hálfleik og bæði lið að hitta rosalega vel. Ég er ekki frá því að þetta sé besti körfuboltaleikur sem ég hef séð í vetur. Bæði lið að spila nokkuð vel en þetta var svekkjandi. Við vorum einu frákasti frá þessum sigri. „Það er ekki hægt að fara fram á að leikmenn skori alltaf eins og gerðist í kerfinu á undan en mér finnst við eiga að geta náð skoti. Ég er mjög svekktur með að náðum ekki skoti. Það var planið,“ sagði Ágúst um síðustu sókn Vals í leiknum. „Það kom í ljós í dag að Kristrún yrði ekki með en það er ekki aðalatriðið í þessum leik. Það vantaði líka í þeirra lið. Það eru fimm leikmenn inni á vellinum og aðrir leikmenn sem stíga upp. Unnur Lára átti mjög góðan leik. Jaleesa átti sinn besta leik í vetur og Elsa Rún (Karlsdóttir) 16 ára miðherji átti frábæra innkomu. En það voru nokkrar aðrar sem voru langt frá því sem við eigum að venjast.“ Leik lokið: Innkastið fer í hendurnar á Keflavík sem vinnur eins stigs sigur.40. mínúta (85-86): Butler skorar þegar 13 sekúndur eru eftir en Bryndís kemur Keflavík aftur yfir þegar 2 og hálf sekúnda er eftir. Valur fær neyðarskot í lokin.40. mínúta: Butler fær fínt færi til að skora fyrir Val þegar 16 sekúndur eru eftir en hittir ekki, boltinn fer þó útaf af Keflvíking og Valur fær síðasta möguleikan til að tryggja sér sigurinn.40. mínúta (83-84): Landry svarar jafn harðan og Keflavík er yfir þegar rétt tæp mínúta er eftir.39. mínúta (83-82): Unnur Lára með tvo þrista í röð og Valur komið yfir á ný.38. mínúta (77-82): Lovísa Falsdóttir með enn einn þristinn!37. mínúta (74-77): Unnur Lára með þrist sem Landry svarar með sniðskoti.37. mínúta (71-75): Lovísa heldur áfram að hitta fyrir utan, komin í 15 stig.36. mínúta (71-72): Liðin þurfa að hafa mikið fyrir hverri körfu.34. mínúta (69-72): Lovísa með þrist af spjaldinu, heppni er alltaf vel séð.33. mínúta (69-68): Fimm stig á einni mínútu hjá Keflavík og munurinn kominn niður í eitt stig.32. mínúta (69-63): Flott byrjun á fjórða leikhluta hjá Val en nægur tími eftir fyrir Keflavík.31. mínúta (63-61): Ragna Margrét Brynjarsdóttir með þriggja stiga fléttu.Þriðja leikhluta lokið (60-61): Valur gerði vel í að koma leiknum niður í eitt stig áður en fjórði leikhluti hefst.29. mínúta (55-58): Sara Rún komin í 15 stig fyrir Keflavík.28. mínúta (53-56): Glæsilegur kafli hjá Keflavík.27. mínúta (51-51): Ekki sömu öfgar í sveiflunum og í fyrri hálfleik en engu að síður er leikurinn enn sveiflukenndur eins og svo oft í þessari íþrótt.26. mínúta (51-49): Bryndís Guðmundsdóttir með fjögur stig í sömu sókninni eftir að hún hirðir sjálf frákast eftir að hafa klúðrað víti.24. mínúta (49-43): Lovísa Falsdóttir og Unnur Lára skiptast á þristum. Þetta er veisla.23. mínúta (46-39): Unnur Lára með þrist og Valur er sjö stigum yfir.22. mínúta (41-38): Liðin hafa ekki komið heit út úr hálfleiknum en baráttan er þeim mun meiri.Hálfleikur: Porsche Landry skoraði mest fyrir Keflavík eða 10 stig. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 8 og Bryndís Guðmundsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig hvor.Hálfleikur: Jaleesa Butler fór fyrir Val í fyrri hálfleik með 17 stig og 9 fráköst. Elsa Rún Karlsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoruðu 8 stig hvor og Hallveig Jónsdóttir 7.Hálfleikur (40-38): Glæsilegur endasprettur á fyrri hálfleik hjá Keflavík og munurinn aðeins tvö stig í hálfleik. Miklar sveiflur í leiknum en hann er spennandi og skemmtilegur.19. mínúta (40-32): Val gengur vel að komast inn í teig sem gekk ekki framan af leik.18. mínúta (37-27): Valur er komið tíu stigum yfir.17. mínúta (32-27): Gríðarleg barátta í liði Vals sem er svo sannarlega vaknað og Andy Johnston þjálfari Keflavíkur tekur leikhlé í annað skipti hér í öðrum leikhluta.14. mínúta (23-22): Valur er komið yfir. 11-2 sprettur í upphafi annars leikhluta.13. mínúta (19-22): Það er allt annað að sjá til Vals. Liðið er loksins farið að berjast og hirða sóknarfráköst sem hefur hjálpað liðinu að minnka muninn í þrjú stig.11. mínúta (16-20): Fjögur í röð hjá Butler og þetta er leikur!Fyrsta leikhluta lokið (12-20): Flottur fyrsti leikhluti hjá Keflavík. Lífsmark hjá Val undir lokin en liðið þarf miklu meira af því til að gera leikinn spennandi eftir þessa byrjun.9. mínúta (10-18): Sex stig í röð hjá Val.8. mínúta (6-18): Það kom að því Elsa Rún með góða körfu undir körfunni.7. mínúta (4-18): Það sést kannski ekki en það sýður á Ágústi sem tekur annað leikhléið sitt. Keflavík er komið með sextán stig í röð!7. mínúta (4-16): Það er bara annað liðið að berjast og það er búið að skora fjórtán stig í röð!6. mínúta (4-12): Bríet Sif með þrist. Þetta kom eftir sóknarfrákast.5. mínúta (5-9): Sjö stig í röð hjá Keflavík og Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals tekur leikhlé. Sóknarleikur liðsins ekki gengið og Keflavík fengið auðveld sniðskot hinum megin á vellinum.5. mínúta (4-7): Sara Rún keyrði glæsilega upp að körfunni og skilaði boltanum ofan í.4. mínúta (4-5): Þrjú stig í röð af vítalínunni hjá Keflavík.3. mínúta (4-2): Það er mikil harka í leiknum hér í upphafi.1. mínúta(2-2): Liðin nýta fyrstu sóknir sínar.Fyrir leik: Kristrún Sigurjónsdóttir er ekki með Val í kvöld vegna meiðsla og munar um minna.Fyrir leik: Valur vann KR örugglega í fyrsta leik sínum á deildinni hér í Vodafone höllinni. Fjórum dögum síðar tapaði liðið með tólf stigum í Stykkishólmi þegar liðið sótti Snæfell heim.Fyrir leik: Báðir leikir Keflavíkur til þessa hafa verið í Keflavík. Fyrst vann liðið tveggja stiga sigur á Haukum en svo vann liðið þrettán stiga sigur á GrindavíkFyrir leik: Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa farið mjög vel af stað og unnið báða leiki sína í deildinni.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Vals og Keflavíkur lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Íslandsmeistarar Keflavíkur eru enn ósigraðar í Dominos deild kvenna í körfubolta eftir eins stigs sigur á meistaraefnunum í Val 86-85 í Vodafone höllinni. Valur var tveimur stigum yfir í hálfeik 40-38. Keflavík skoraði sigurkörfuna þegar tvær og hálf sekúnda var eftir af leiknum. Bryndís Guðmundsdóttir hirti þá sóknarfrákast og skoraði sigurkörfuna en Valur hafði haft mun betur í baráttunni undir körfunni í leiknum og tók 45 fráköst gegn 33. Valur hafði komist yfir þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum en þrátt fyrir að taka leikhlé fyrir síðust sóknina náði Valur ekki að koma boltanum í leik öðruvísi en að senda boltann beint í hendurnar á Keflvíking sem þakkaði pent fyrir sig og leiktíminn rann út. Kristrún Sigurjónsdóttir var ekki með Val og virtust leikmenn liðsins ekki hafa nokkra trú á því að þær gætu unnið Keflavík án hennar miðað við leik liðsins í upphafi leiks þó einnig hafi vantað lykilmenn í lið Keflavíkur. Valur komst í 4-2 en þá skoraði Keflavík sextán stig í röð. Valsstelpur voru gjörsamlega andlausar. Ágúst Björgvinsson þurfti tvö leikhlé til að kveikja í sínu liði og liðið náði að minnka muninn í átta stig fyrir lok fyrsta leikhluta, 20-12. Allt annað var að sjá til beggja liða í öðrum leikhluta. Þá var barátta og dugnaður Vals til fyrirmyndar á saman tíma og Keflavík tók lífinu með ró, eins og liðið teldi að hlutirnir kæmu að sjálfu sér eftir góða byrjun. Valur komst tíu stigum yfir 37-27 en þá rankaði Keflavík við sér sem skoraði ellefu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í tvö stig fyrir hálfleik, 40-38. Það voru ekki sömu öfgar í sveiflunum í þriðja leikhluta en leikurinn einkenndist enn af góðum sprettum liðanna. Valur komst mest sjö stigum yfir 46-39 en Keflavík svaraði af bragði og var fimm stigum yfir 60-55 þegar mínúta var til loka þriðja leikhluta. Engu að síður var tími fyrir Val til að minnka muninn í eitt stig áður en fjórði leikhluti hófst. Spennan í fjórða leikhluta var margþrungin og skiptust liðin á að leiða. Valur byrjaði betur og komst sex stigum yfir en Keflavík svaraði og var iðulega á undan þar til rúm mínúta var eftir og Valur komst einu stigi yfir, 83-82. Upp frá því skiptust liðin á að skora þar til Keflavík skoraði síðustu körfuna og tryggði sér sigurinn tveimur og hálfri sekúndu fyrir leikslok. Leikurinn var frábærlega leikinn og fengu áhorfendur mikið fyrir peninginn. Lovísa Falsdóttir stal senunni hjá Keflavík með því að setja niður sex þriggja stiga skot og skora 18 stig. Porsche Landry fór einnig mikinn en hún skoraði 25 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15 stig og tók 12 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði einnig 15 stig. Jaleesa Butler og Unnur Lára Ásgeirsdóttir fóru á kostum hjá Val. Butler skoraði 27 stig og tók 17 fráköst og Unnur Lára skoraði 26 stig til viðbótar við 7 fráköst. Lovísa: Getum þakkað spánni að við séum ósigraðar„Ég hljóp og ætlaði að ná frákastinu, ekki segja skýrslunni það,“ sagði Lovísa Falsdóttir leikmaður Keflavíkur um eina þristinn af sex sem hún setti niður sem fór af spjaldinu án þess að hún hafi kallað spjaldið. „Þessi spá er rugl. Ég held að það sé öllum þeim sem spáðu þessu að þakka að við séum ósigraðar, takk fyrir að spá okkur fimmta sæti,“ sagði brosandi Lovísa en Val var spáð efsta sæti á meðan Keflavík var spáð fimmta sæti. „Við erum með breiðan bekk og allir geta komið inn og skilað sínu. Ef við fáum Birnu (Valgarðsdóttur) inn fljótlega þá sé ég það alveg gerast. Við erum að spila mjög vel saman,“ sagði Lovísa um möguleika Keflavíkur á að byrja leiktíðina í ár eins vel og þá síðustu þegar liðið vann sextán fyrstu leiki sína. Ágúst: Einu frákasti frá sigri„Við sýndum karakter að komast inn í leikinn eftir að lenda 18-4 undir. Við komumst tíu stigum yfir á frekar stuttum tíma. Við spilum ekki alveg nógu vel úr þeim kafla,“ sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals í kvöld. „Þetta var hörku barátta í seinni hálfleik og bæði lið að hitta rosalega vel. Ég er ekki frá því að þetta sé besti körfuboltaleikur sem ég hef séð í vetur. Bæði lið að spila nokkuð vel en þetta var svekkjandi. Við vorum einu frákasti frá þessum sigri. „Það er ekki hægt að fara fram á að leikmenn skori alltaf eins og gerðist í kerfinu á undan en mér finnst við eiga að geta náð skoti. Ég er mjög svekktur með að náðum ekki skoti. Það var planið,“ sagði Ágúst um síðustu sókn Vals í leiknum. „Það kom í ljós í dag að Kristrún yrði ekki með en það er ekki aðalatriðið í þessum leik. Það vantaði líka í þeirra lið. Það eru fimm leikmenn inni á vellinum og aðrir leikmenn sem stíga upp. Unnur Lára átti mjög góðan leik. Jaleesa átti sinn besta leik í vetur og Elsa Rún (Karlsdóttir) 16 ára miðherji átti frábæra innkomu. En það voru nokkrar aðrar sem voru langt frá því sem við eigum að venjast.“ Leik lokið: Innkastið fer í hendurnar á Keflavík sem vinnur eins stigs sigur.40. mínúta (85-86): Butler skorar þegar 13 sekúndur eru eftir en Bryndís kemur Keflavík aftur yfir þegar 2 og hálf sekúnda er eftir. Valur fær neyðarskot í lokin.40. mínúta: Butler fær fínt færi til að skora fyrir Val þegar 16 sekúndur eru eftir en hittir ekki, boltinn fer þó útaf af Keflvíking og Valur fær síðasta möguleikan til að tryggja sér sigurinn.40. mínúta (83-84): Landry svarar jafn harðan og Keflavík er yfir þegar rétt tæp mínúta er eftir.39. mínúta (83-82): Unnur Lára með tvo þrista í röð og Valur komið yfir á ný.38. mínúta (77-82): Lovísa Falsdóttir með enn einn þristinn!37. mínúta (74-77): Unnur Lára með þrist sem Landry svarar með sniðskoti.37. mínúta (71-75): Lovísa heldur áfram að hitta fyrir utan, komin í 15 stig.36. mínúta (71-72): Liðin þurfa að hafa mikið fyrir hverri körfu.34. mínúta (69-72): Lovísa með þrist af spjaldinu, heppni er alltaf vel séð.33. mínúta (69-68): Fimm stig á einni mínútu hjá Keflavík og munurinn kominn niður í eitt stig.32. mínúta (69-63): Flott byrjun á fjórða leikhluta hjá Val en nægur tími eftir fyrir Keflavík.31. mínúta (63-61): Ragna Margrét Brynjarsdóttir með þriggja stiga fléttu.Þriðja leikhluta lokið (60-61): Valur gerði vel í að koma leiknum niður í eitt stig áður en fjórði leikhluti hefst.29. mínúta (55-58): Sara Rún komin í 15 stig fyrir Keflavík.28. mínúta (53-56): Glæsilegur kafli hjá Keflavík.27. mínúta (51-51): Ekki sömu öfgar í sveiflunum og í fyrri hálfleik en engu að síður er leikurinn enn sveiflukenndur eins og svo oft í þessari íþrótt.26. mínúta (51-49): Bryndís Guðmundsdóttir með fjögur stig í sömu sókninni eftir að hún hirðir sjálf frákast eftir að hafa klúðrað víti.24. mínúta (49-43): Lovísa Falsdóttir og Unnur Lára skiptast á þristum. Þetta er veisla.23. mínúta (46-39): Unnur Lára með þrist og Valur er sjö stigum yfir.22. mínúta (41-38): Liðin hafa ekki komið heit út úr hálfleiknum en baráttan er þeim mun meiri.Hálfleikur: Porsche Landry skoraði mest fyrir Keflavík eða 10 stig. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 8 og Bryndís Guðmundsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir 6 stig hvor.Hálfleikur: Jaleesa Butler fór fyrir Val í fyrri hálfleik með 17 stig og 9 fráköst. Elsa Rún Karlsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoruðu 8 stig hvor og Hallveig Jónsdóttir 7.Hálfleikur (40-38): Glæsilegur endasprettur á fyrri hálfleik hjá Keflavík og munurinn aðeins tvö stig í hálfleik. Miklar sveiflur í leiknum en hann er spennandi og skemmtilegur.19. mínúta (40-32): Val gengur vel að komast inn í teig sem gekk ekki framan af leik.18. mínúta (37-27): Valur er komið tíu stigum yfir.17. mínúta (32-27): Gríðarleg barátta í liði Vals sem er svo sannarlega vaknað og Andy Johnston þjálfari Keflavíkur tekur leikhlé í annað skipti hér í öðrum leikhluta.14. mínúta (23-22): Valur er komið yfir. 11-2 sprettur í upphafi annars leikhluta.13. mínúta (19-22): Það er allt annað að sjá til Vals. Liðið er loksins farið að berjast og hirða sóknarfráköst sem hefur hjálpað liðinu að minnka muninn í þrjú stig.11. mínúta (16-20): Fjögur í röð hjá Butler og þetta er leikur!Fyrsta leikhluta lokið (12-20): Flottur fyrsti leikhluti hjá Keflavík. Lífsmark hjá Val undir lokin en liðið þarf miklu meira af því til að gera leikinn spennandi eftir þessa byrjun.9. mínúta (10-18): Sex stig í röð hjá Val.8. mínúta (6-18): Það kom að því Elsa Rún með góða körfu undir körfunni.7. mínúta (4-18): Það sést kannski ekki en það sýður á Ágústi sem tekur annað leikhléið sitt. Keflavík er komið með sextán stig í röð!7. mínúta (4-16): Það er bara annað liðið að berjast og það er búið að skora fjórtán stig í röð!6. mínúta (4-12): Bríet Sif með þrist. Þetta kom eftir sóknarfrákast.5. mínúta (5-9): Sjö stig í röð hjá Keflavík og Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals tekur leikhlé. Sóknarleikur liðsins ekki gengið og Keflavík fengið auðveld sniðskot hinum megin á vellinum.5. mínúta (4-7): Sara Rún keyrði glæsilega upp að körfunni og skilaði boltanum ofan í.4. mínúta (4-5): Þrjú stig í röð af vítalínunni hjá Keflavík.3. mínúta (4-2): Það er mikil harka í leiknum hér í upphafi.1. mínúta(2-2): Liðin nýta fyrstu sóknir sínar.Fyrir leik: Kristrún Sigurjónsdóttir er ekki með Val í kvöld vegna meiðsla og munar um minna.Fyrir leik: Valur vann KR örugglega í fyrsta leik sínum á deildinni hér í Vodafone höllinni. Fjórum dögum síðar tapaði liðið með tólf stigum í Stykkishólmi þegar liðið sótti Snæfell heim.Fyrir leik: Báðir leikir Keflavíkur til þessa hafa verið í Keflavík. Fyrst vann liðið tveggja stiga sigur á Haukum en svo vann liðið þrettán stiga sigur á GrindavíkFyrir leik: Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa farið mjög vel af stað og unnið báða leiki sína í deildinni.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Vals og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum