Segir yfirvöld í Rússlandi fáfróð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2013 09:15 Bode Miller hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum. Nordicphotos/AFP Skíðakappinn Bode Miller hefur aldrei verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Hann segir ný lög er varða samkynhneigð í Rússlandi til skammar. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í borginni Sochi þar í landi í febrúar. Ólíkt flestum íþróttamönnum fór Miller mikinn og lýsti af einlægni skoðun sinni á umdeildum lögum í Rússlandi. Lögin banna áróður eða réttindabaráttu er við kemur samkynhneigð og höfða á til ungs fólks. „Það er til skammar að til séu lönd með svo lítið umburðarlyndi,“ sagði Miller sem stefnir á þátttöku í sínum fimmtu leikum. Gagnrýnendur segja að lögin taki fyrir kröfugöngur um jafnrétti og þannig væri hægt að sækja alla til saka sem tali fyrir auknum rétti samkynhneigðra. Fylgjendur segja lögin verja börn fyrir áróðri að því er Reuters greinir frá. Fáir keppendur hafa tjáð sig um málið. Er sú skoðun ítrekað á lofti að keppendur hugsi aðeins um að standa sig á vellinum. Alþjóðólympíunefndin þurfi að taka á málum sem þessum. „Ef þeir myndu leyfa mér að breyta reglunum þá myndi ég gera það um leið. Ég gæti reyndar leyst ansi mörg vandamál á skömmum tíma. Því miður hefur enginn kosið mig til þess eða gefið mér þannig völd,“ sagði Miller. „Mín fyrstu viðbrögð eru að þetta er eitthvað sem við eigum að skammast okkar fyrir. Sem manneskju finnst mér þetta til skammar,“ sagði Miller. Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Skíðakappinn Bode Miller hefur aldrei verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Hann segir ný lög er varða samkynhneigð í Rússlandi til skammar. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í borginni Sochi þar í landi í febrúar. Ólíkt flestum íþróttamönnum fór Miller mikinn og lýsti af einlægni skoðun sinni á umdeildum lögum í Rússlandi. Lögin banna áróður eða réttindabaráttu er við kemur samkynhneigð og höfða á til ungs fólks. „Það er til skammar að til séu lönd með svo lítið umburðarlyndi,“ sagði Miller sem stefnir á þátttöku í sínum fimmtu leikum. Gagnrýnendur segja að lögin taki fyrir kröfugöngur um jafnrétti og þannig væri hægt að sækja alla til saka sem tali fyrir auknum rétti samkynhneigðra. Fylgjendur segja lögin verja börn fyrir áróðri að því er Reuters greinir frá. Fáir keppendur hafa tjáð sig um málið. Er sú skoðun ítrekað á lofti að keppendur hugsi aðeins um að standa sig á vellinum. Alþjóðólympíunefndin þurfi að taka á málum sem þessum. „Ef þeir myndu leyfa mér að breyta reglunum þá myndi ég gera það um leið. Ég gæti reyndar leyst ansi mörg vandamál á skömmum tíma. Því miður hefur enginn kosið mig til þess eða gefið mér þannig völd,“ sagði Miller. „Mín fyrstu viðbrögð eru að þetta er eitthvað sem við eigum að skammast okkar fyrir. Sem manneskju finnst mér þetta til skammar,“ sagði Miller.
Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira