Ríkharður: Maður verður að vera trúr sínum prinsippum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 06:30 Ríkharður Daðason. Mynd/Daníel Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira