Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu í dag, meðal annars vegna lokunar ríkisstofnana í landinu í kjölfar ágreiningsins á Bandaríkjaþingi. Um ein milljón opinberra starfsmanna fóru ekki til vinnu í gær og í dag vegna deilunnar, en ekkert samkomulag er í sjónmáli.
Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,7 prósent og Nasdaq um 0,4 prósent. Standard & Poor´s lækkaði um 0,58 prósent.
Hlutabréfavísitölur lækka vegna deilunnar á Bandaríkjaþingi
