Sport

Norma Dögg náði bestum árangri stelpnanna okkar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norma Dögg.
Norma Dögg. Mynd/FSÍ
Norma Dögg Róbertsdóttir náði bestu árangri íslensku kvennanna á HM í áhaldafimleikum í Antwerpen.

Norma Dögg hafnaði í 36. sæti í keppni í stökki. Þar fylgdi hún eftir góðum árangri frá því á Evrópumótinu í vor þar sem hún náði 11. sæti og var varamaður inn í úrslit. Í heildina kepptu 106 konur í stökki.

Norma Dögg er að verða einn besti keppandi á stökki sem Ísland hefur átt í langan tíma að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Fimleikasambandi Íslands.

Tinna Óðinsdóttir.Mynd/FSÍ
Tinna Óðinsdóttir átti einnig góðan dag og endaði í 59 sæti á jafnvægisslá af 111 keppendum. Agnes Suto stóð sig best íslenskra keppanda í fjölþraut og endaði í 68 sæti.  

Í heildina voru um 134 konur sem kepptu á þeim fjórum áhöldum sem keppt er á í kvennaflokki. Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Normu og Tinnu en Agnes keppti á heimsmeistaramótinu í Tokyo 2011.  

Þessi árangur okkar kvenna gefur góða fyrirheit fyrir Norður Evrópumeistaramótið sem haldið verður á Norður Írlandi í 22-24.nóvember næstkomandi að því er segir í tilkynningu FSÍ.

Agnes Suto.Mynd/FSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×