Twitter í hlutafjárútboð Elimar Hauksson skrifar 3. október 2013 23:28 Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna. Útboðið er talið það stærsta síðan Facebook fór á markað í fyrra. mynd/twitter Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna. Talið er að hlutafjárútboðið verði það stærsta í Sílikon dalnum frá því að Facebook setti bréf í fyrirtækinu á markað í maí 2012. Í tilkynningu sem fyrirtækið birti að sjálfsögðu á Twitter, segir að virkir notendur Twitter séu um 218 milljónir talsins ef miðað er við 30. júní á þessu ári. Á meðan notendum Twitter hefur fjölgað á milli ára hefur fyrirtækið tapað á hverju ári frá 2010 en það sem af er 2013 er skráð tap fyrirtækisins tæpir 70 milljón dollarar. Þetta er í fyrsta skipti sem Twitter upplýsir um fjármál fyrirtækisins en í yfirlýsingunni kemur fram að 85% af tekjum Twitter komi frá sölu á auglýsingum og 65% af þeim tekjum komi frá auglýsingum í gegnum farsíma. Dagsetning á útboðinu hefur ekki enn verið gefin upp né heldur í hvaða kauphöll viðskipti með bréfin munu fara fram. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna. Talið er að hlutafjárútboðið verði það stærsta í Sílikon dalnum frá því að Facebook setti bréf í fyrirtækinu á markað í maí 2012. Í tilkynningu sem fyrirtækið birti að sjálfsögðu á Twitter, segir að virkir notendur Twitter séu um 218 milljónir talsins ef miðað er við 30. júní á þessu ári. Á meðan notendum Twitter hefur fjölgað á milli ára hefur fyrirtækið tapað á hverju ári frá 2010 en það sem af er 2013 er skráð tap fyrirtækisins tæpir 70 milljón dollarar. Þetta er í fyrsta skipti sem Twitter upplýsir um fjármál fyrirtækisins en í yfirlýsingunni kemur fram að 85% af tekjum Twitter komi frá sölu á auglýsingum og 65% af þeim tekjum komi frá auglýsingum í gegnum farsíma. Dagsetning á útboðinu hefur ekki enn verið gefin upp né heldur í hvaða kauphöll viðskipti með bréfin munu fara fram.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira