Fimleikakempan úr Gerplu er hætt keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2013 12:53 Íris Mist ásamt félögum sínum í Gerplu. Mynd/Anton Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands. Fimleikar Íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira