Viðskipti erlent

Ísland þriðja tæknivæddasta land heims

Ísland er í þriðja sæti í skýrslu Alþjóðafjarskiptastofnunarinnar (ITU) yfir tæknivæddustu ríki heims með tilliti til fjarskipta. Suður-Kórea vermir fyrsta sætið þriðja árið í röð og í öðru sæti er Svíþjóð. Norðurlandaþjóðirnar raða sér í 5 af 6 efstu sætunum.

ITU er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, en hún gaf út skýrslu sína í dag sem mælir hversu vel heimsbyggðin er net- og farsímatengd. Samkvæmt spám stofnunarinnar verða 6,8 milljarðar farsímatenginga í heiminum við lok ársins, sem er sami fjöldi og mannfjöldi jarðarinnar í heild sinni. Heilt yfir eru 2,7 milljarðar manna nettengdir.

ITU mælir leggur mat á um 160 þjóðir eftir því hversu vel þær eru nettengdar, netnotkun þeirra og netfærni og ber saman niðurstöður frá 2011 og 2012.

Afríkuríkið Níger vermir neðsta sætið sem staðfestir að velmegunarlöndin halda áfram að vera mun betur tæknivædd en þau fátækari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×