Mínútuþögn verður fyrir alla leiki í fyrstu umferð Dominos-deildar karla og kvenna og 1. deildar karla og kvenna til minningar Ólafs Rafnssonar, fyrrum forseti Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, sem lést skyndilega í sumar.
Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.
Ólafur Rafnsson vann magnað starf fyrir íslenskan körfuknattleik og var tilkynnt á kynningafundi Dominos-deildarinnar fyrr í dag að mínútu þögn yrði fyrir alla leiki í fyrstu umferð.
