Neyðarástand á Landspítalanum: "Tímaspursmál hvenær einhver deyr“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. október 2013 18:08 Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira