Prjónaði friðarpeysur fyrir Yoko Ono og Jón Gnarr Kristján Hjálmarsson skrifar 10. október 2013 07:00 Friðrika Sæmundsdóttir prjónaði peysuna sem Yoko Ono skartaði í Viðey í gær. Mynd/Vilhelm „Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr. Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr.
Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira