Japanska raftækjafyrirtækið Toshiba ætlar að draga verulega úr framleiðslu sinni á sjónvörpum og loka tveimur af þremur verksmiðjum sem framleiða tækin. Af þeim sökum hyggst Toshiba segja um tvö þúsund starfsmönnum fyrirtækisins upp.
Samkvæmt frétt BBC ætlar fyrirtækið að einbeita sér að vaxandi mörkuðum, þar á meðal í ýmsum löndum Asíu og Afríku. Japanskir sjónvarpsframleiðendur hafa undanfarin ár staðið frammi fyrir minnkandi eftirspurn, aukinni samkeppni, og lækkandi verði.
Toshiba segir upp tvö þúsund manns
