Apple verðmætasta vörumerki heims Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2013 11:28 Apple hefur heldur betur sótt í sig veðrið. Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur velt drykkjarframleiðandanum Coca Cola úr sessi sem verðmætasta vörumerki veraldar. Í fyrra var Apple í öðru sæti á lista bandaríska markaðsráðgjafafyrirtækisins Interbrand yfir verðmætustu vörumerki heims, og árið áður í áttunda sæti. Sætaskipti Apple marka tímamót því þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem Coca Cola er ekki verðmætasta vörumerkið, en drykkjarframleiðandinn fellur niður í þriðja sæti, því Google telst nú annað verðmætasta vörumerki veraldar. Í skýrslu Interbrand, þar sem listinn er kynntur, segir að Apple vörumerkið sé metið á um 98,3 milljarða dollara, eða um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, og að verðmæti þess hafi aukist um 29 prósent frá fyrra ári. Þar kemur einnig fram að fimm fyrirtæki úr tæknigeiranum eru í hópi tíu verðmætustu vörumerkjanna, en fyrir utan Apple og Google, eru Microft, Samsung og Intel einnig í þeim hópi. Vörumerki IBM, sem situr í fjórða sæti listans, fellur undir vörumerki í fyrirtækjaþjónustu, og telst því ekki sem fyrirtæki úr tæknigeiranum, þó það uppfylli öll skilyrði þess. Listi Interbrand í heild sinni. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur velt drykkjarframleiðandanum Coca Cola úr sessi sem verðmætasta vörumerki veraldar. Í fyrra var Apple í öðru sæti á lista bandaríska markaðsráðgjafafyrirtækisins Interbrand yfir verðmætustu vörumerki heims, og árið áður í áttunda sæti. Sætaskipti Apple marka tímamót því þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem Coca Cola er ekki verðmætasta vörumerkið, en drykkjarframleiðandinn fellur niður í þriðja sæti, því Google telst nú annað verðmætasta vörumerki veraldar. Í skýrslu Interbrand, þar sem listinn er kynntur, segir að Apple vörumerkið sé metið á um 98,3 milljarða dollara, eða um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, og að verðmæti þess hafi aukist um 29 prósent frá fyrra ári. Þar kemur einnig fram að fimm fyrirtæki úr tæknigeiranum eru í hópi tíu verðmætustu vörumerkjanna, en fyrir utan Apple og Google, eru Microft, Samsung og Intel einnig í þeim hópi. Vörumerki IBM, sem situr í fjórða sæti listans, fellur undir vörumerki í fyrirtækjaþjónustu, og telst því ekki sem fyrirtæki úr tæknigeiranum, þó það uppfylli öll skilyrði þess. Listi Interbrand í heild sinni.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira