Íslenski boltinn

Barn brenndist er stuðningsmaður Fjölnis fagnaði með blysi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá stuðningsmann Fjölnis með blys. Ekki er vitað hvort hann tengist atvikinu sem um ræðir.
Hér má sjá stuðningsmann Fjölnis með blys. Ekki er vitað hvort hann tengist atvikinu sem um ræðir. myndir /EVa Björk Ægisdóttir
Fjölnir komst upp í Pepsi-deild karla í dag eftir sigur á Leikni 3-1 upp í Breiðholtinu og mikil fagnaðarlæti brutust út eftir leikinn.

Samkvæmt heimildum Vísis mun einn stuðningsmaður Fjölnis hafa verið með blys í fagnaðarlátunum og á lítil stúlka að hafa brennst lítillega á hönd.

Stuðningsmaður Fjölnis mun hafa sveiflað blysinu með fyrrgreindum afleiðingum.

„Við vorum að spila á útivelli og getum því ekki borið ábyrgð á gæslunni á Leiknisvelli,“ segir Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar, Fjölnis.

„Sjálfur var ég að frétta af þessu og okkur þykir þetta alveg gríðarlega leiðinlegt. Þetta var víst einn stuðningsmaður okkar sem var blysið og stelpan á að hafa staðið fyrir aftan hann. Svona atvik eru leiðinlegt og vonandi fór þetta ekki illa.“

„Það er mjög erfitt að ætla halda einhverri gæslu uppi þegar menn vinna svona mikilvæga sigra. Gæslumenn Leiknis reyndu að stöðva mannskapinn að fara inn á völlinn en eðlilega gekk það ekki.“

Þess má geta að stuðningsmenn KV fögnuðu einnig með blysum í leikslok þegar liðið hafði tryggt sér sæti í 1. deild karla eftir jafntefli gegn Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×