Fótbolti

Heillandi strákur en á erfitt með að setja saman IKEA-hillu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Hann var ekkert rosalega harður af sér í fótboltanum. Það var eitt tímabil þar sem hann var frá hálft tímabil útaf brunasári.“

Þannig lýsir knattspyrnudómarinn Gunnar Jarl Jónsson einum af göllum nýs landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, Freys Alexanderssonar. Þeir Freyr eru bestu vinir og uppeldisbræður úr Breiðholtinu.

Ísland mætir Sviss í fyrsta leik kvennalandsliðsins í knattspyrnu undir stjórn Freys á fimmtudag. Af því tilefni var sýnd nærmynd af kappanum í íþróttafréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

„Hann er fyrst og fremst mjög heillandi,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, unnusta Freys. Aðspurð hvort hennar heittelskaði hafi ekki einhverja galla segir Erla sinn mann ekki góðan í að muna eftir afmælisdögum.

„Hann er ekki mjög handlaginn. Fyrir hann að setja upp einfalda IKEA-hillu er eins og að reyna að kljúfa atóm,“ segir Erla. Þá óskar hún eftir að Freyr fari að sýna gamalkunna Elvis Presley takta sem lítið hafi farið fyrir upp á síðkastið.

Dóra María Lárusdóttir, Gunnar Jarl Jónsson og Valur Gunnarsson rifja upp sögur af Frey. Draugahús í Færeyjum og hangs í síma kemur þar við sögu.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Íslands og Sviss fer fram á fimmtudagskvöldið klukkan 18.30. Hægt er að nálgast miða á leikinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×