Valskonur í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2013 20:55 Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir Val í kvöld. Mynd/Daníel Valur tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta eftir 84-74 stiga útisigur á Grindavík í Röstinni í kvöld en þetta var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitaleiknum á móti Haukum á sunnudaginn kemur. Jaleesa Butler var með 23 stig og 14 fráköst fyrir Val, Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar og Ragnar Margrét Brynjarsdóttir var með 15 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir var með 28 stig og 10 fráköst fyrir Grindavík og Lauren Oosdyke skoraði 16 stig. Landsliðskonan María Ben Erlingsdóttir var stigalaus á móti sínum gömlu félögum. Valur tók strax frumkvæðið í upphafi leiks og var 25-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík lagaði aðeins stöðuna í öðrum leikhlutanum en Valur var þó níu stigum yfir í hálfleik, 42-33. Valsliðið bætti við forystuna í þriðja leikhlutanum og var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-47. Grindavík náði að minnka muninn undir lokin en sigur Valsliðsins var aldrei í hættu. Valskonur unnu þar með alla fjóra leiki sína í riðlinum en liðið sótti sigur bæði til Keflavíkur og Grindavíkur auk þess að vinna heimasigra á Hamar og Stjörnunni. Haukar unnu alla leiki sína í hinum riðlinum og mætast þessi tvö ósigruðu lið í úrslitaleiknum í Njarðvík um komandi helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem Valslið kemst í úrslitaleik í Fyrirtækjabikar KKÍ hvort sem það er í karla- eða kvennaflokki.Grindavík-Valur 74-84 (12-25, 21-17, 14-19, 27-23)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 28/10 fráköst, Lauren Oosdyke 16/9 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/8 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 5, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4.Valur: Jaleesa Butler 23/14 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 18/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/5 fráköst, María Björnsdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira
Valur tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta eftir 84-74 stiga útisigur á Grindavík í Röstinni í kvöld en þetta var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitaleiknum á móti Haukum á sunnudaginn kemur. Jaleesa Butler var með 23 stig og 14 fráköst fyrir Val, Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar og Ragnar Margrét Brynjarsdóttir var með 15 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir var með 28 stig og 10 fráköst fyrir Grindavík og Lauren Oosdyke skoraði 16 stig. Landsliðskonan María Ben Erlingsdóttir var stigalaus á móti sínum gömlu félögum. Valur tók strax frumkvæðið í upphafi leiks og var 25-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík lagaði aðeins stöðuna í öðrum leikhlutanum en Valur var þó níu stigum yfir í hálfleik, 42-33. Valsliðið bætti við forystuna í þriðja leikhlutanum og var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-47. Grindavík náði að minnka muninn undir lokin en sigur Valsliðsins var aldrei í hættu. Valskonur unnu þar með alla fjóra leiki sína í riðlinum en liðið sótti sigur bæði til Keflavíkur og Grindavíkur auk þess að vinna heimasigra á Hamar og Stjörnunni. Haukar unnu alla leiki sína í hinum riðlinum og mætast þessi tvö ósigruðu lið í úrslitaleiknum í Njarðvík um komandi helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem Valslið kemst í úrslitaleik í Fyrirtækjabikar KKÍ hvort sem það er í karla- eða kvennaflokki.Grindavík-Valur 74-84 (12-25, 21-17, 14-19, 27-23)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 28/10 fráköst, Lauren Oosdyke 16/9 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/8 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 5, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4.Valur: Jaleesa Butler 23/14 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 18/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/5 fráköst, María Björnsdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira