Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. september 2013 21:35 Katrín þakkar fyrir sig eftir leik. mynd/daníel Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. „Þetta var mjög svekkjandi tap, við ætluðum okkur mun meira úr leiknum í dag en við töpuðum,“ sagði Katrín eftir leikinn. Katrín var svekkt að ná ekki marki snemma leiks, þess í stað náðu Svisslendingar að skora fyrsta mark leiksins í upphafi leiks. „Við lögðum upp með öflugan varnarleik og ætluðum að ná marki snemma og reyna að pirra þær, þær verða pirraðar ef þær fá á sig mark snemma. Í stað þess skora þær eftir aðeins níu mínútur sem róaði leik þeirra. Við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og fórum að vinna bolta sem við unnum ekki í byrjun en svo taka þær aftur yfir leikinn um miðbik seinni hálfleiks,“ Gestirnir pressuðu hátt í leiknum og gekk íslenska liðinu illa að skapa sér færi. Um leið og komið var á síðasta þriðjung vallarins var mikið um slakar sendingar og lítil ógn. „Við vissum að þær myndu pressa framarlega en við reyndum að breyta skipulaginu þegar leið á leikinn. Við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum þannig við reyndum að spila lengri bolta. Það gekk vel í smástund en svo náðu þær aftur yfirhöndinni og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Þær voru betri í dag, það verður bara að segjast,“ Katrín var þó ekki alveg tilbúin að kvitta undir að þetta væri hennar síðasti leikur, hún útilokaði ekki möguleikann á að spila ef mikil meiðslavandræði kæmu upp. „Auðvitað vill maður hjálpa liðinu ef upp koma meiðsli, það eru hinsvegar gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp, þar á meðal miðverðir. Ég þori ekki að segja neitt, það eru margir góðir leikmenn í íslensku deildinni sem eru að koma upp og geta vonandi axlað meiri ábyrgð,“ sagði Katrín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira