Orðaskak Stígur Helgason skrifar 27. september 2013 13:53 Hvað gerir orð falleg? Er það hvernig þau hljóma? Hvað þau merkja? Hvernig þau líta út á prenti? Blanda af þessu öllu? Og þegar velja skal fallegasta orðið í íslensku, þarf það þá að vera rosalega íslenskt? Hversu íslenskt? Hversu langa sögu þarf það að eiga sér í íslensku máli? Mundu málræktarsinnar gleðjast yfir því að íslenska orðið fokk næði ofarlega á blað í slíkri keppni? Hvort er betra að orðið sé samsett eða ekki? Hversu mörg atkvæði ætti það að vera? Eitt? Tíu? Nokkrum sinnum hefur verið efnt til samkeppna, formlegra sem óformlegra, um fegurstu orðin í íslensku. Tvö orð skara yfirleitt fram úr: Ljósmóðir og kærleikur. Sjálfum hefur mér alltaf þótt orðið blæbrigði fallegt. Eilífð og dalalæða hafa einnig verið nefnd. Öll eru þessi orð ósköp falleg - jafnvel væmin. En er af þessum skorna skammti hægt að smíða einhverja forskrift að fallegu, íslensku orði? Svarið er já; það þarf að hafa jákvæða og/eða abstrakt merkingu, vera í meðallagi langt (tvö til fjögur atkvæði er ídealt), innihalda tvíhljóð (ó, æ, au, ei) og raddað L. Þetta síðastnefnda er mjög mikilvægt. En um þetta má rífast, eins og annað. Tveir innflytjendur sem lært höfðu íslensku voru spurðir þessarar spurningar í fyrra. Annar þeirra nefndi mjög óhlutbundið orð, sem fellur samt sæmilega að forskriftinni: Sömuleiðis. Hinn var á öðrum slóðum (en með raddaða L-ið á sínum stað): Pípulagningamaður var hans val. Í tilefni þess að enn á ný á að ráðast í könnun af þessu tagi lagðist ég yfir orðabók. Nú skyldi ég finna hið eina sanna fallegasta orð. Ég hripaði hjá mér öll orð sem mér fundust falleg á hefðbundinn hátt, nú eða óhefðbundinn og skemmtilegan: Aðalbláber, aðbristi, aðdróttun, aðframkominn, aðgerðarhnappur, afl, aflát, afmæli, afskræma, aftan, afundinn, agða, agndofa ... ég gafst upp áður en ég komst að alaskaufsa. Ég held ég leggi bókina kannski bara á borðið og sendi inn borðleggjandi orð sem ég sá nefnt í umræðu um málið á vefnum í gær, orð sem uppfyllir flest skilyrðin að framan og er tungubrjótur að auki: Línuívilnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Hvað gerir orð falleg? Er það hvernig þau hljóma? Hvað þau merkja? Hvernig þau líta út á prenti? Blanda af þessu öllu? Og þegar velja skal fallegasta orðið í íslensku, þarf það þá að vera rosalega íslenskt? Hversu íslenskt? Hversu langa sögu þarf það að eiga sér í íslensku máli? Mundu málræktarsinnar gleðjast yfir því að íslenska orðið fokk næði ofarlega á blað í slíkri keppni? Hvort er betra að orðið sé samsett eða ekki? Hversu mörg atkvæði ætti það að vera? Eitt? Tíu? Nokkrum sinnum hefur verið efnt til samkeppna, formlegra sem óformlegra, um fegurstu orðin í íslensku. Tvö orð skara yfirleitt fram úr: Ljósmóðir og kærleikur. Sjálfum hefur mér alltaf þótt orðið blæbrigði fallegt. Eilífð og dalalæða hafa einnig verið nefnd. Öll eru þessi orð ósköp falleg - jafnvel væmin. En er af þessum skorna skammti hægt að smíða einhverja forskrift að fallegu, íslensku orði? Svarið er já; það þarf að hafa jákvæða og/eða abstrakt merkingu, vera í meðallagi langt (tvö til fjögur atkvæði er ídealt), innihalda tvíhljóð (ó, æ, au, ei) og raddað L. Þetta síðastnefnda er mjög mikilvægt. En um þetta má rífast, eins og annað. Tveir innflytjendur sem lært höfðu íslensku voru spurðir þessarar spurningar í fyrra. Annar þeirra nefndi mjög óhlutbundið orð, sem fellur samt sæmilega að forskriftinni: Sömuleiðis. Hinn var á öðrum slóðum (en með raddaða L-ið á sínum stað): Pípulagningamaður var hans val. Í tilefni þess að enn á ný á að ráðast í könnun af þessu tagi lagðist ég yfir orðabók. Nú skyldi ég finna hið eina sanna fallegasta orð. Ég hripaði hjá mér öll orð sem mér fundust falleg á hefðbundinn hátt, nú eða óhefðbundinn og skemmtilegan: Aðalbláber, aðbristi, aðdróttun, aðframkominn, aðgerðarhnappur, afl, aflát, afmæli, afskræma, aftan, afundinn, agða, agndofa ... ég gafst upp áður en ég komst að alaskaufsa. Ég held ég leggi bókina kannski bara á borðið og sendi inn borðleggjandi orð sem ég sá nefnt í umræðu um málið á vefnum í gær, orð sem uppfyllir flest skilyrðin að framan og er tungubrjótur að auki: Línuívilnun.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun