Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland U-21 - Kasakstan U-21 2-0 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 10. september 2013 08:58 Arnór Ingvi á ferðinni í dag. mynd/pjetur Íslenska ungmennalandsliðið er sem fyrr á sigurbraut en liðið vann sinn fjórða leik í röð í undankeppni EM í dag. Þá skelltu strákarnir liði Kasakstan. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og voru íslensku piltarnir mun sterkari í upphafi. Veðrið setti sterkan svip á leikinn og vindurinn blés duglega á leikmenn. Ísland skapaði sér nokkur ágætis færi í fyrri hálfleik og ber þar helst að nefna skot frá Herði Björgvini Magnússyni á 7. mínútu leiksins. Hörður skaut af 35 metra færi en Sergey Tkachuk, markmaður Kazakhstan varði vel. Andri Rafn Yeoman fékk úrvalsfæri a 22. mínútu eftir flott spil íslenska liðsins en skot hans sleikti stöngina. Gestirnir ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og hvorugt lið náði að setja marks sitt á leikinn. Staðan var markalaus eftir 45. mínútur. Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk. Ísland var meira með boltann og alltaf líklegri en gestirnir. Á 57. mínutu fékk Ísland hornspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók. Hann sendi boltann in á teig og þar var Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason réttur maður á réttum stað. Boltinn skoppaði í grasið og þaðan til Arnórs sem setti boltann yfir línuna. Veðrið var enn verra í síðari hálfleik og spilamennskan eftir því. Langar sendingar voru erfiðar sem og þær stuttu rötuðu oft illa á samherja. En íslensku strákarnir sýndu mátt sinn og skoruðu annað markið á 84. mínútu. Það mark kom einnig eftir hornspyrnu frá Guðmundi. Hornspyrnan fór á hættulegt svæði inn í teig gestanna og eftir mikinn vandræðagang og klafs skoraði Emil Atlason. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. Sanngjarn íslenskur sigur á Kópavogsvelli í dag. Ísland er búið að vinna alla leikina sína fjóra í riðlunum og eru efstir með tólf stig.Eyjólfur: Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta yrði þolinmæðis leikur „Ég er virkilega ánægður. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta yrði þolinmæðis leikur. Erfiðar Aðstæður og andstæðingurinn með marga menn í vörn. Við biðum eftir rétta tækifærinu og bættum vel í í síðari hálfleik,“ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari Íslands eftir leikinn. Var veðrið að valda ykkur vandræðum hérna í dag? „Já það gerði það mjög mikið. Þetta var erfitt fyrir bæði lið og við sjáum að þeir voru í vandræðum líka. Þá er þetta spurning um karakter sem þarf að hafa og að vera alltaf skrefi á undan. Alltaf með tána á undan í boltann og við gerðum það hérna í dag,“ sagði Eyjólfur. Tólf stig úr fjórum leikjum hlýtur að teljast mjög góður árangur? „Já, það er ekki hægt að gera betur en það. Þetta er með algjörum ólíkindum. Þetta er virkilega gaman og við erum hrærðir yfir þessum áfanga,“ „Við stefnum alltaf á sigur í hverjum einasta leik og þar af leiðandi viljum við komast í þetta umspil inn í lokakeppnina og meðan við höfum fræðilegan möguleika á því gerum við það.“ Sagði Eyjólfur Sverrisson sáttur með sína menn í lokin.Arnór: Alltaf gaman að vinna landsleik „Það eru allir sáttir eftir þennan leik. Alltaf gaman að vinna landsleik,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, sem skoraði fyrra mark Íslands, eftir leikinn. „Við mættum út á völlinn í seinnihálfleik mjög stemdir. Við fengum hornspyrnu og ég var mættur á fjær. Við vorum búnir að tala um það boltinn kæmi oftast þangað. Þannig að ég var mættur þangað og setti hann inn,“ „Það er ekkert spes að spila í svona vondu veðri en maður verður bara að reyna spila sinn leik sama hvernig veðrið er. „Við settum okkur markmið um að komast á lokakeppnina og við erum í ágætis stöðu hvað það varðar,“ sagði Arnór Ingvi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Íslenska ungmennalandsliðið er sem fyrr á sigurbraut en liðið vann sinn fjórða leik í röð í undankeppni EM í dag. Þá skelltu strákarnir liði Kasakstan. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og voru íslensku piltarnir mun sterkari í upphafi. Veðrið setti sterkan svip á leikinn og vindurinn blés duglega á leikmenn. Ísland skapaði sér nokkur ágætis færi í fyrri hálfleik og ber þar helst að nefna skot frá Herði Björgvini Magnússyni á 7. mínútu leiksins. Hörður skaut af 35 metra færi en Sergey Tkachuk, markmaður Kazakhstan varði vel. Andri Rafn Yeoman fékk úrvalsfæri a 22. mínútu eftir flott spil íslenska liðsins en skot hans sleikti stöngina. Gestirnir ógnuðu ekki mikið í fyrri hálfleik og hvorugt lið náði að setja marks sitt á leikinn. Staðan var markalaus eftir 45. mínútur. Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk. Ísland var meira með boltann og alltaf líklegri en gestirnir. Á 57. mínutu fékk Ísland hornspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók. Hann sendi boltann in á teig og þar var Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason réttur maður á réttum stað. Boltinn skoppaði í grasið og þaðan til Arnórs sem setti boltann yfir línuna. Veðrið var enn verra í síðari hálfleik og spilamennskan eftir því. Langar sendingar voru erfiðar sem og þær stuttu rötuðu oft illa á samherja. En íslensku strákarnir sýndu mátt sinn og skoruðu annað markið á 84. mínútu. Það mark kom einnig eftir hornspyrnu frá Guðmundi. Hornspyrnan fór á hættulegt svæði inn í teig gestanna og eftir mikinn vandræðagang og klafs skoraði Emil Atlason. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. Sanngjarn íslenskur sigur á Kópavogsvelli í dag. Ísland er búið að vinna alla leikina sína fjóra í riðlunum og eru efstir með tólf stig.Eyjólfur: Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta yrði þolinmæðis leikur „Ég er virkilega ánægður. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta yrði þolinmæðis leikur. Erfiðar Aðstæður og andstæðingurinn með marga menn í vörn. Við biðum eftir rétta tækifærinu og bættum vel í í síðari hálfleik,“ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari Íslands eftir leikinn. Var veðrið að valda ykkur vandræðum hérna í dag? „Já það gerði það mjög mikið. Þetta var erfitt fyrir bæði lið og við sjáum að þeir voru í vandræðum líka. Þá er þetta spurning um karakter sem þarf að hafa og að vera alltaf skrefi á undan. Alltaf með tána á undan í boltann og við gerðum það hérna í dag,“ sagði Eyjólfur. Tólf stig úr fjórum leikjum hlýtur að teljast mjög góður árangur? „Já, það er ekki hægt að gera betur en það. Þetta er með algjörum ólíkindum. Þetta er virkilega gaman og við erum hrærðir yfir þessum áfanga,“ „Við stefnum alltaf á sigur í hverjum einasta leik og þar af leiðandi viljum við komast í þetta umspil inn í lokakeppnina og meðan við höfum fræðilegan möguleika á því gerum við það.“ Sagði Eyjólfur Sverrisson sáttur með sína menn í lokin.Arnór: Alltaf gaman að vinna landsleik „Það eru allir sáttir eftir þennan leik. Alltaf gaman að vinna landsleik,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, sem skoraði fyrra mark Íslands, eftir leikinn. „Við mættum út á völlinn í seinnihálfleik mjög stemdir. Við fengum hornspyrnu og ég var mættur á fjær. Við vorum búnir að tala um það boltinn kæmi oftast þangað. Þannig að ég var mættur þangað og setti hann inn,“ „Það er ekkert spes að spila í svona vondu veðri en maður verður bara að reyna spila sinn leik sama hvernig veðrið er. „Við settum okkur markmið um að komast á lokakeppnina og við erum í ágætis stöðu hvað það varðar,“ sagði Arnór Ingvi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn