Sport

Á skíðum í september | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hópurinn sem æfði um helgina.
Hópurinn sem æfði um helgina. Mynd/Sigurður Sveinn Nikulásson
Síðastliðna helgi voru 24 krakkar að æfa skíði á Siglufirði á snjó frá síðasta vetri.

Um var að ræða skíðakrakka úr Breiðabliki, Fram, ÍR, Ármanni, Siglufirði, Dalvík og Mývatni. Voru þau í æfingabúðum Ski-racers sem einbeitir sér að æfingum iðkenda á aldrinum 8-14 ára.

Að sögn skíðaþjálfarans Sigurðar Sveins Nikulássonar, sem stýrði æfingum ásamt Einari Bjarnasyni, er lögð áhersla á að fá iðkendur alls staðar að á landinu svo þau geti kynnst og æft saman. Aðstæður í efstu brekkum skíðasvæðisins voru frábærar en sex snjósleðar voru notaðir til að draga krakkana upp.

Það heyrir til tíðinda að hægt sé að fara á skíði í september. Lögð var áhersla á svig og stórsvig en æft var bæði laugardag og sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×