Fótbolti

Ísland í 53. sæti heimslistans | Upp um sautján sæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari.
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari. mynd / pjetur
Íslenska í knattspyrnu fer upp um sautján sæti á heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er nú í 53. sæti listans en var síðast í 70. sæti í ágúst á þessu ári.

Liðið hefur ekki tapað leik frá því að listinn var síðast gefinn út en landsliðið hefur síðan í ágúst unnið Færeyinga, gert jafntefli við Sviss og nú síðast vann það Albaníu.

Ísland hefur neðst verið í 131. sæti listans árið 2011.

Spánverjar eru enn í efsta sæti heimslistans en Argentínumenn fara uppfyrir Þjóðverja og eru komnir í annað sæti listans.

Tíu efstu sætin:

1. Spánn

2. Argentína

3. Þýskaland

4. Ítalía

5. Kólumbía

6. Belgía

7. Úrúgvæ

8. Brasilía

9. Holland

10. Króatía

53. Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×